en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5838

Title: 
  • Title is in Icelandic Lestur til náms
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Lesskilningur er sá þáttur náms sem hefur einna mest áhrif á árangur nemandans í skólanum. Mismunandi skilgreiningar á lesskilningi benda til að mönnum beri á milli hversu vítt eigi að skilgreina hugtakið. Í þessu ritverki er ætlunin að kanna samband lesskilnings og námsárangurs og rannsóknarspurningin er: Hver eru tengsl lesskilnings og námsárangurs? Til að skilja hvað lesskilningur er nákvæmlega og hvernig hann tengist námsárangri þarf að kanna undirstöðuatriði hugtaksins. Fyrst ber að nefna mikilvægi þess að skilja hvernig greind tengist námi nemenda og hvernig mismunandi námsfærni og námstækifæri spilast í námi þeirra. Orðaforði er hluti af lestri nemenda og er orðaforðakennsla athyglisvert umræðuefni í ljósi lesskilnings og námsárangurs þar sem tengslin eru með ýmsum hætti. Áhugahvöt nemenda og umhverfi eða námsaðstæður segja einnig mikið til um lesskilning og árangur náms.
    Þegar búið er að draga atriðin saman er rökrétt að skoða hvernig þetta hjálpar kennurum að auka skilning nemenda á eigin námi. Kennslufræði og hugmyndir um lesskilning hafa gefið af sér aðferðir sem kennari getur notað inn í kennslustofu. Með því að veita nemendum tilsögn í fræðum sem byggja á auknum lesskilningi, er verið að rétta þeim verkfæri í hönd sem hjálpar þeim að skilja og meðtaka það nám sem fyrir þeim liggur.

Description: 
  • Description is in Icelandic Verkefnið er lokað til júlí 2010
Accepted: 
  • Jun 24, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5838


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
LESSKILNINGURlOKA.pdf302.85 kBOpenTengsl lesskilnings við námsárangurPDFView/Open