en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5839

Title: 
 • Title is in Icelandic Kynjaskipt íþróttakennsla í grunnskólum
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Hreyfing er vopn gegn kyrrsetu og offitu auk þess sem hún minnkar líkur á þunglyndi og depurð. Jákvæð upplifun af íþróttakennslu í skólum getur lagt grunn að heilsusamlegu líferni nemenda. Góð og markviss kennsla getur styrkt stoðkerfi líkamans og bætt líkamsreisn. Það er því ljóst að góð íþróttakennsla er gríðarlega mikilvæg fyrir börn og unglinga þar sem hún getur aukið vellíðan og kraft.

  Íþróttakennsla er tiltölulega ung á Íslandi og því eðlilegt að hún sé enn í mikilli framför. Skólar fá mikið frjálsræði til að hafa íþróttakennsluna eftir sínu höfði, en skylda er að veita hverjum nemanda þrjá íþróttatíma í hverri skólaviku yfir skólaárið.
  Með því að kanna hvort kynjaskipt íþróttakennsla hafi áhrif á virkni nemenda í íþróttakennslu er hægt að sjá hvort hún sé að einhverju leyti nauðsynleg. Markmið könnunarinnar var að leita svara við kostum kynjaskiptrar íþróttakennslu, hvort hún sé nauðsynleg í skólum, hvort íþróttafræðingarnir séu sáttir með kerfið sem þeirra skóli notar og hvaða kerfi sé réttast að nota í íþróttakennslu. Til að fá svar við þessum spurningum voru tekin viðtöl við þrjá íþróttafræðinga.
  Niðurstöður könnunarinnar sýndu fram á að kynjaskipting sé nauðsynleg að einhverju leyti í íþróttakennslu grunnskóla, þá sérstaklega í efstu bekkjunum. Hún virkar mjög vel í greinum sem innihalda keppni og líkamlega snertingu, t.d. boltagreinum. Erfitt var að túlka niðurstöðurnar um hvaða kerfi stuðli að sem bestri virkni í allri íþróttakennslu.
  Erfitt er að alhæfa út frá þessum niðurstöðum þar sem úrtakið er mjög lítið. Fróðlegt væri að gera stóra rannsókn meðal íþróttafræðinga til að sjá þannig betur almennt álit íþróttafræðinga til kynjaskiptrar íþróttakennslu, hvort íþróttafræðingar séu sáttir með kerfi skólans síns og í hvernig kerfi þeir vildu helst starfa innan síns skóla.

Accepted: 
 • Jun 24, 2010
URI: 
 • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/5839


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaritgerd2010_ASS.pdf336.05 kBOpenPDFView/Open