is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5840

Titill: 
 • Utangarðs? : skóli án aðgreiningar og nemendur með geðræn-, hegðunar- eða félagsleg vandamál
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Verkefnið er lokaverkefni við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viðfangsefnið er hugmyndafræði skóla án aðgreiningar sem er opinber menntastefna íslenskra stjórnvalda og þau áhrif sem hugmyndafræðin hefur haft á grunnskólagöngu fatlaðra barna og unglinga, sérstaklega þeirra sem glíma við geðræn-, hegðunar-, eða félagsleg vandamál.
  Verkefnið er tvíþætt. Fyrri hlutinn fjallar um skólakerfið á Íslandi, þróun þess og lagaumhverfi ásamt því að fjallað verður almennt um fötlun og málefni fatlaðra. Hugmyndafræði skóla án aðgreiningar er skoðuð og nokkur hugtök sem tengjast henni verða skilgreind. Í seinni hluta verkefnisins er fjallað um nemendur með geðræn-, hegðunar-, eða félagsleg vandamál. Í fyrstu verður fjallað um fötlun hópsins og algengustu raskanir sem fylgja ásamt því að litið verður á nokkrar af þeim meðferðarstofnunum sem þjónusta þennan hóp. Því næst er fjallað um skólagöngu þessara hópa og hvaða úrræði íslenskt skólakerfi býður uppá þeim til handa. Því næst eru umræður þar sem höfundur fer yfir helstu niðurstöður verkefnisins og ræðir sínar skoðanir á efninu.
  Ritgerðin er fyrst og fremst heimildaritgerð en í kaflanum um sérúrræði í skólakerfinu fyrir nemendur með geðræn-, hegðunar-, eða félagsleg vandamál er einnig stuðst við svör við spurningalista sem sendir voru kennurum sem starfa í tveimur þessara sérúrræða.
  Niðurstöður benda til þess að þessir hópar barna og unglinga séu oftar aðgreindir frá almenna skólakerfinu en aðrir hópar fatlaðra eða nemenda með sérþarfir. Ástæðurnar geta verið margvíslegar og það væri verðugt rannsóknarefni að skoða ástæður þess nánar.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 24.6.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5840


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKARITGERÐ Skemman.pdf332.39 kBLokaðurLokaritgerðPDF