is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5844

Titill: 
 • Hver er vandi ungra of feitra barna á Íslandi og hvað er til ráða ?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Eftirfarandi ritgerð er lögð fram sem lokaverkefni til B. Ed.- prófs í kennarafræðum við Hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri.
  Offita barna og unglinga á Íslandi sem og í öðrum löndum er vaxandi vandamál sem við verðum að horfast í augu við og viðurkenna. Þetta sýna bæði erlendar og innlendar rannsóknir og benda niðurstöður þeirra til þess að mikilla breytinga sé þörf á lífsstíl fólks. Börn eru skilgreind sem börn fram að 18 ára aldri og er það skylda hinna fullorðnu að veita þeim vernd og hlúa að grunnþörfum þeirra bæði andlega og líkamlega.
  Hollt mataræði og hreyfing er ein að grunnþörfum barna. Mikilvægt er að allir sem að umönnun barna koma séu vakandi fyrir því þegar börn eru farin að þyngjast óeðlilega mikið. Æskilegt er að tilvonandi mæðrum sé kynnt hversu mikilvægt það er að hafa börn á brjósti sem allra lengst og fresta því að gefa börnum fasta fæðu. Rannsóknir sýna að börn sem fá of snemma fasta fæðu eru líklegri til að þyngjast of mikið. Flest börn á Íslandi byrja í leikskóla um 2ja ára aldur og eru þá jafnvel búin að vera í umsjón dagforeldra frá því að fæðingarorlofi lýkur. Hlutverk leikskóla er því mikið er varðar umönnun og uppeldi barna og lýtur það m.a. að mataræði, hreyfingu sem og almennu heilbrigði barna. Leikskólakennarar hafa ráðgefandi hlutverki að gegna gagnvart foreldrum og verða að vera tilbúnir að benda foreldrum á ef einhver vandamál koma upp varðandi barnið og leita lausna í samráði við þá ef þarf. Þetta á einnig við ef grípa þarf til aðgerða þegar börn eru orðin of þung.
  Í ritgerðinni er leitað svara við því hverjar helstu orsakir offitu ungra barna eru hér á landi og erlendis. Einnig verður fjallað um hugsanlegar afleiðingar offitu á líf og heilsu barna.

Samþykkt: 
 • 24.6.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5844


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerðin FJ 2010..pdf636.76 kBOpinnHeildPDFSkoða/Opna