en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's) University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5845

Title: 
 • Title is in Icelandic Málvernd : áhrif alþjóðavæðingar á íslenska tungu
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Svo öldum skiptir hefur málvernd skipað stóran sess í sögu Íslands. Margar ólíkar skoðanir hafa komið fram um hvernig eigi að vernda tungumálið og jafnvel hvort það sé nauðsynlegt. Með breyttum tímum hafa áherslurnar breyst sem og helstu áhrifavaldar og meira að segja hóparnir sem málverndin beinist að. Áður fyrr var það fólk í strandbæjum landsins og samskipti þeirra við erlenda kaupmenn sem þótti helsta vandamálið, síðar milli- og yfirstéttarfólk sem þótti flott að tala dönsku líkt og danskir embættismenn á Íslandi og í dag eru það meðal annars kvikmyndir, tónlist og tækninýjungar sem hafa áhrif á ungdóm landsins.
  Menn eins og Guðbrandur Þorláksson biskup, Eggert Ólafsson og Rasmus Christian Rask börðust gegn erlendum áhrifum á íslenskuna meðal annars með bókaútgáfu og ritstörfum. Störf þeirra urðu til þess að viðhalda umræðunni um verndun tungumálsins á lofti meðal almennings. Rask er sérstakur í þessu máli þar sem hann var erlendur maður, nánar tiltekið Dani, sem vildi vernda íslenska tungu. Varð það líklega til að vekja menn til enn meiri umhugsunar, að útlendingur hefði meiri áhyggjur af íslenskunni en Íslendingar sjálfir.
  Í dag er margt sem spilar inn í málvernd á Íslandi. Skólar og fjölmiðlar spila mjög stórt hlutverk auk Íslenskrar málnefndar. Í skólum eru það ekki aðeins kennarar sem bera mikla ábyrgð í verndun tungumálsins heldur einnig nemendur og hafa nokkrir þeirra meira að segja vakið umtal á málefninu með aðgerðum sínum. Almenningur virðist líka taka meiri þátt í umræðunni með tilkomu veraldarvefsins og hafa miklar umræður spunnist út frá ólíkum sjónarmiðum. Til eru þeir sem álíta tungumálið í hættu vegna þeirra öru þróunar sem á sér stað í heiminum á meðan aðrir álíta erlend áhrif auðga íslenska tungu.

Accepted: 
 • Jun 24, 2010
URI: 
 • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/5845


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Aðalsteinn Grétar - Áhrif alþjóðavæðingar á íslenska tungu.pdf560.51 kBOpenÁhrif alþjóðavæðingar á íslenska tunguPDFView/Open