en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5850

Title: 
 • Title is in Icelandic Heimur vímuefnaneytenda
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Vímuefnaneysla er viðvarandi vandamál á Íslandi í dag. Markmið þessarar rannsóknar var að fá innsýn í heim vímuefnaneytandans og/eða alkóhólistans. Beitt var eigindlegum aðferðum með því að taka ýtarleg viðtöl við nokkra einstaklinga og leggja stund á vettvangsathugun, en einnig var notast við skriflegar heimildir.
  Í ritgerðinni eru fyrst kynntir til sögunnar helstu aðilar sem huga að vímuefnaneytendum og hjálpa þeim sem eiga við vímuefnafíkn að stríða, þ.e. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) og AA-samtökin. Í þriðja kafla er gerð grein fyrir helstu vímu- og hugbreytandi efnum sem vímuefnafíklar á Íslandi nota. Fjórði kafli lýsir árangri viðamikillar viðtalsrannsóknar sem beindist að lífi og reynslu þriggja óvirkra alkóhólista og móður eins þeirra, ásamt vitnisburði rannsakanda sem fyrrum vímuefnaneytanda og frásögnum af tveimur manneskjum sem enn eru háðar vímuefnaneyslu. Fimmti kafli greinir frá þátttökuathugun á meðal íslenskra háskólanema í svokallaðri vísindaferð og fjallar um skemmtunarmynstur sem byggir á mikilli áfengisneyslu.
  Í niðurstöðukafla er afrakstur rannsóknarinnar greindur samkvæmt þemum sem kallast á við feril alkóhólista, þ.e. flóttaleið, vonleysi og uppgjöf, örvæntingu og hugljómun, og andlegan og félagslegan stuðning, en einnig upplifun aðstandenda sem og þátttöku þjóðfélagsins alls með tilliti ábyrgðar á því hvernig vímuefnafíknin þróast hér á landi. Þær ályktanir eru dregnar að lítið sé hægt að gera fyrir vímuefnaneytanda sem er langt komin í neyslu og á meðan alkóhólisminn stjórnar huga hans. Það sem okkur (hinum allsgáðu) er hins vegar betur fært er að huga betur að börnum okkar, auka forvarnir, styrkja meðferðarúrræði og breyta hugarfari og venjum þjóðarinnar hvað varðar skemmtanamynstur.

Accepted: 
 • Jun 24, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5850


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Heild .pdf660.16 kBOpen,,Heimur Vímuefnaneytenda'' HeildPDFView/Open