en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5851

Title: 
 • Title is in Icelandic Úrræði fyrir atvinnulausa : félagsleg, andleg og líkamleg áhrif
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í október 2008 varð algjört efnahagshrun á mjög stuttum tíma, mörg fyrirtæki urðu gjaldþrota, gjaldmiðill landsins hrapaði og ríkið tók yfir stærstu viðskiptabanka landsins. Atvinnulíf landsins tók í kjölfarið stórt stökk niður á við og atvinnuleysi tæplega fimmfaldaðist frá september til desember 2008. Atvinna er stór þáttur í lífi okkar og eitt af því sem einkennir okkur sem einstaklinga og skiptir miklu máli fyrir fjárhagslegt, andlegt og líkamlegt heilbrigði.
  Erfitt ástand í atvinnumálum vakti upp spurningar um hvað verið væri að gera fyrir þá einstaklinga sem eru atvinnulausir.
  Í þessari rannsókn er kannað hvort og þá hvernig úrræði koma einstaklingum til aðstoðar ásamt því að mátaðar eru ýmsar kenningar sem settar hafa verið fram um áhrif atvinnuleysis. Niðurstöður rannsóknar okkar leiddu í ljós að úrræði eru mjög mikilvæg fyrir hinn atvinnulausa, bæði til að koma einhverjum föstum punktum inn í líf hans, viðhaldna virkni og enn fremur eru þessi úrræði ætluð til að efla sjálfstraust og félagslega færni einstaklinganna. Einstaklingar fundu ekki mikinn mun á heilsu sinni fyrir og eftir þátttöku en hins vegar var töluverður jákvæður munur félagslega eftir þátttöku í úrræðum. Flestir eru sammála því að félagslegur stuðningur skipti mjög miklu máli en þó eru færri sem telja sig fá þennan félagslega stuðning.
  Flestar erlendar rannsóknir benda jafnframt á að félagsleg færni og heilsa eru þeir þættir sem eru í mestri hættu þegar einstaklingur missir vinnuna, því er mikilvægt að hlúa sem best að þeim þáttum.
  Starf Vinnumálastofnunar skiptir miklu máli í því ferli sem atvinnulausir fara í gegnum og mikilvægt er að þar séu í boði námstengd- starfstengd og áhugasviðsúrræði fyrir atvinnulausa einstaklinga.

Accepted: 
 • Jun 24, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5851


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Úrræði fyrir atvinnulausa-.pdf1.58 MBOpenÚrræði fyrir atvinnulausa-heildPDFView/Open