en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5852

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif atvinnuleysis á líðan ungs fólks á aldrinum 18-22 ára
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Rannsóknarskýrsla þessi fjallar um unga einstaklinga sem misst hafa vinnuna. Allir þátttakendurnir eru á aldrinum 18-22 ára og búa á svæði Vinnumálastofnunar Norðurlands eystra. Meðalatvinnuleysi ungmennanna í úrtakinu okkar hafði varað í um það bil tíu mánuði. Markmið rannsóknar okkar er að komast að því hvernig atvinnuleysi hefur áhrif á líðan þeirra. Eftir efnahagshrunið 2008 þá jókst atvinnuleysi mikið á Íslandi og þeir sem yngstir eru missa fyrstir vinnuna. Tekin voru eigindleg viðtöl við átta einstaklinga, fjórar stúlkur og fjóra pilta, til þess að fá innsýn inn í aðstæður þeirra. Niðurstaða rannsóknarinnar sýndi að þeir viðmælendur sem höfðu farið aftur í nám eftir atvinnumissinn leið mun betur andlega heldur en hinum. Þau höfðu ákveðinn tímaramma sem þau fóru eftir og dagarnir voru skipulagðir fyrirfram. Sjálfsmynd þeirra var góð, matar- og svefnvenjur voru reglulegar og þau fundu ekki fyrir neikvæðu viðmóti eða fordómum frá samfélaginu. Allir viðmælendur fengu stuðning frá foreldrum sínum en stuðningur foreldra virðist vera afgerandi þáttur í því að draga úr andlegri vanlíðan hjá ungu fólki sem misst hefur vinnuna.

Accepted: 
  • Jun 24, 2010
URI: 
  • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/5852


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Áhrif atvinnuleysis á líðan ungs fólks á aldrinum 18-22 ára.pdf1.26 MBOpenÁhrif atvinnuleysis á líðan ungs fólks á aldrinum 18-22 ára-heildPDFView/Open