is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5853

Titill: 
  • Endurkoma í íslenskum fangelsum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tiltölulega fáar rannsóknir hafa verið gerðar á endurkomutíðni í íslenskum fangelsum og kemur þar helst til að lengi vel var engum gögnum um slíkt haldið til haga. Fangelsismálastofnun ríkisins hefur aftur á móti haldið vel utan um slík gögn frá árinu 1989 og var ein stærsta rannsókn á ítrekunartíðni afbrota á Íslandi unnin í samstarfi íslenskra og bandarískra afbrotafræðinga og birt árið 2001. Nokkrar minni rannsóknir hafa verið gerðar og verða þeim einnig gerð nokkur skil. Mikilvægt er að finna út hvaða þættir hafa forspárgildi um ítrekaða brotahegðun svo hægt sé í framtíðinni að sporna við ítrekunartíðni með viðeigandi forvörnum og meðferðarúrræðum innan fangelsa landsins. Það eru margir þættir sem geta stuðlað að ítrekunartíðni afbrota, í ritgerð þessari verður fyrst skoðuð afbrotafræði og sjónarhorn innan hennar. Stimpilkenningar voru sérlega mikið í umræðum innan afbrotafræðinnar á sjötta áratug síðustu aldar og verða helstu kennismiðir þeirra fræða skoðaðir. Gerð verður grein fyrir Fangelsismálastofnun ríkisins og fangelsum á Íslandi í stuttu máli ásamt kenningum Cesare Beccaria um fælingarmátt fangelsa. Viðtöl við tvo síbrotamenn og reynsla þeirra og upplifun er borin saman við kenningar innan afbrotafræðinnar með tilliti til hvers þeir myndu óska að fangelsisyfirvöld myndu framfylgja í að aðstoða brotamenn í samþáttun við samfélagið á ný.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 24.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5853


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Endurkoma_loka_Sigríður Eva Rafnsdóttir.pdf454.33 kBLokaður„Endurkoma í íslenskum fangelsum“ - heild PDF