is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5854

Titill: 
  • Menningarhúsið Hof
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Menningarhúsið Hof mun opna á Akureyri haustið 2010. Húsið var upprunalega hugsað sem tónlistarsalur fyrir Sinfóníuhljómsveit Norðurlands en er orðið umfangsmeira en áætlað var í byrjun. Húsið er mjög umdeilt og þar sem nú er mikill niðurskurður í opinberri stjórnsýslu skapast enn meiri togstreita varðandi húsið. Einnig tekur húsið mikið pláss í bæjarmyndinni og því erfitt að líta fram hjá því. Menningarhúsið Hof opnar nýja möguleika í bæjarlífi Akureyrar til dæmis fyrir stóra viðburði, einkum á listasviðinu, sem hafa hingað til verið óframkvæmanlegir. Í húsinu eiga að vera haldnir tónleikar, ráðstefnur, fundir, veislur, leiksýningar og upplestrar. Þar verða einnig tónlistarskóli, upplýsingamiðstöð ferðamanna, veitingahús og skrifstofur Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Menningarfélagsins Hofs. Akureyrarstofa, sem annast menningar og kynningarmál bæjarins, verður einnig með skrifstofur sínar þar. Lykilorðið í starfsemi hússins er því fjölbreytni. Það er mikið lagt upp úr því að ólíkir listamenn og fólk upplifi að það sé velkomið í húsið. Þessar miklu breytingar hafa haft mikinn kostnað í för með sér og með betri undirbúningsvinnu hefði mátt lækka kostnaðinn við húsið og tryggja rekstrargrundvöll þess áður en farið var af stað með framkvæmdir. Fjölmargir í listageiranum hefur áhyggjur af því að listalífið líði fyrir háan framkvæmdarkostnað með háum leigugjöldum. Þau óttast að hin svokölluðu markaðsöfl verði hin drífandi kraftur í húsinu en ekki listin og menningin, sem þó er grundvallar forsenda þess að húsið er byggt. Af þessu má sjá að það er eitt mikilvægasta verkefni þeirra sem standa að húsinu að skapa sátt um húsið til þess að áhrif þess á efnahag og listalíf á Norðurlandi verði sem jákvæðust.

Samþykkt: 
  • 24.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5854


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
menningarhusid_hof.pdf3.26 MBOpinn"menningarhúsið Hof" heild PDFSkoða/Opna