Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/5855
Þessi ritgerð fjallar um það hvernig eigi að gera góðan söfnunarsjónvarpsþátt fyrir gott málefni. Farið er yfir af hverju sum málefni eru betri en önnur þegar að kemur að sjónvarpsþáttum, og fundið er málefni sem þykir betra en önnur fyrir slíkan þátt. Málefni verður að geta kallað fram samúð hjá fólki, því þó ótrúlegt megi virðast þá eru ekki öll góð málefni sem hafa þann eiginleika að virka í söfnunarsjónvarpsþætti. Sagt verður frá tveimur einstaklingum sem myndu njóta góðs af slíkri söfnun. Þátturinn verður skipulagður í þaula allt frá skemmtiatriðum, viðmælendum og tæknimönnum til handritsins o.s.frv. Til þess að þáttur sem þessi geti átt möguleika á því að komast í sjónvarpið verður að finna sjónvarpsstöð sem myndi taka verkefnið að sér, en til þess að það gerist þarf að fara yfir þá þætti sem sem þurfa að vera til staðar til að þátturinn sé samþykktur. Peningar eru allaf vandamálið, svo einnig eru skoðaðir þeir kostir sem eru í boði til að fjármagna þáttinn.
Fjölmiðlar hafa mikið vald og því skipa þeir stóran sess í lífi margra. Fjölmiðlar eiga að þjóna samfélaginu og færa því upplýsingar um málefni líðandi stundar. Þeir flokka fyrir áhorfandann hvað mikilvægt þykir að vita og hvað ekki. Þess vegna er skoðað í þessari ritgerð hvort ekki sé hægt að nota fjölmiðla til þess að búa til fjölmiðlaviðburð, eins og hann er skilgreindur í bókinni Media Events, til þess að gera góðan söfnunarsjónvarpsþátt.
This essay is about how to make a good fund-raising television show for a good cause. In the essay it is considered why some issues are better than others when it comes to television shows, and after that a cause that is thought to be a good choice for television is selected. The cause has to be able to trigger empathy in people since, however unbelievable it may seem, not all causes have the qualities needed to work as fund-raising programs. Stories of two individuals that would benefit from a fundraiser like this one will be told. The show will be planned carefully, from the entertainment, the speakers, the technical team to the script and so on. To make a show like this you need to get it on television and in order to do that a television station has to be involved, so the show has to be presented to the station as a good choice. Money is always a problem so the options of financial assistance are viewed.
The media has a great power and they are a big part of peoples lives. The media serves the community and brings the information about current affairs to people, and tell them what seems important to know and what not. So it is examined in this paper if it is possible to use the media to create a media event as it is defined in the book Media Events, to make a good fund-raising show for TV.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Loka lokaritgerð Fyrir Góðan Málstað.pdf | 239.04 kB | Locked | Fyrir Góðan Málstað - Heild |