en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5859

Title: 
  • is Fjölmiðlanotkun fjórflokksins á Íslandi
Abstract: 
  • is

    Viðfangsefni þessa lokaverkefnis er að kanna fjölmiðlanotkun fjórflokksins á Íslandi fyrr og síðar. Hvaða leiðir stjórnmálamenn hafa kosið til að koma boðskap sínum á framfæri nú eftir að tími flokksblaðanna hefur liðið undir lok. Markmiðið er að gera grein fyrir því með hvaða hætti stjórnmálamenn nýta sér fjölmiðlana sér til framdráttar á tímum markaðsfjölmiðlunar. Farið er yfir tímabil altækrar flokksfjölmiðlunar á Íslandi og tímabil hnignandi flokksfjölmiðlunar til þess að fá samhengi. Ennfremur er fjölmiðlanotkun fjórflokksins á internetinu gerð ítarleg skil. Til þess að svara rannsóknarspurningunni enn betur var netspurningakönnun lögð fyrir frambjóðendur til sveitastjórnarkosninga 2010 í tíu sveitafélögum og þeir spurðir út í fjölmiðlanotkun sína og viðhorfa þeirra almennt til fjölmiðla.
    Í athugun á netnotkun fjórflokksins á Íslandi kom í ljós að hlutverk flokksblaðanna hefur að miklu leyti færst yfir á netið; heimasíður flokkanna, Facebook og jafnvel fréttasíður tengdar stjórnmálaflokkunum. Meðal helstu niðurstaðna úr netkönnuninni má nefna að samskiptavefurinn Facebook var áberandi í svörum . Þá koma staðbundnu fréttablöðin sterk inn en frambjóðendum þykja þau hvað mikilvægust í eigin framboði, til pólitískra skoðanaskipta og til þess að koma pólitískum skilaboðum á framfæri.

Accepted: 
  • Jun 24, 2010
URI: 
  • is http://hdl.handle.net/1946/5859


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Fjölmiðlanotkun fjórflokksins á Íslandi.pdf792.28 kBOpen"Fjölmiðlanotkun fjórflokksins á Íslandi"-heildPDFView/Open