is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5860

Titill: 
  • Þunglyndi meðal aldraðra : tengsl við búsetu, áfengisnotkun, tóbaksnotkun og hreyfingu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Rannsókn þessi er hluti rannsóknar sem Sólveig Árnadóttir og Elín Díanna Gunnarsdóttir gerðu árið 2004. Rannsóknin fjallar um tengsl þunglyndis við búsetu, tóbaksnotkun, áfengisnotkun og hreyfingu hjá fólki á aldrinum 65-88 ára. Markmið: Markmið var að komast að því hvort munur væri á depurð meðal aldraðra eftir búsetu, eftir því hvort það byggi í þéttbýli eða dreifbýli. Tilgáturnar voru þær að áfengis- og tóbaks notkun fyrr á lífsleiðinni og á þeim tíma sem rannsóknin var gerð hefðu neikvæð áhrif á depurð meðal einstaklinga. Einnig að skipulögð og nægilega mikil hreyfing hefði jákvæð áhrif á depurð meðal einstaklinga. Aðferð: Þátttakendum var safnað með tilviljunarkenndu úrtaki, karlar voru 97 en konur voru 86. Gögnum var safnað frá júní til september árið 2004 í fyrrnefndri rannsókn. Spurningar voru lagðar fyrir þátttakendur og voru svör skoðuð með tilliti til niðurstaðna úr þunglyndismati fyrir aldraða (GDS) með SPSS (Statistical Package for the Social Sciences). Niðurstöður: Einstaklingar í dreifbýli reyndust meira daprir en einstaklingar í þéttbýli. Fjöldi þátttakanda sem reyndust daprir voru 18 (9,6%). Ekki fundust tengsl milli depurðar einstaklinga og tóbaksnotkunar, hvort sem hún var þegar rannsóknin var gerð eða fyrr á lífsleiðinni. Þeir sem ekki neyttu áfengis eða höfðu aldrei gert sýndu meiri depurð en þeir sem neyttu áfengis eða höfðu neytt áfengis fyrr á lífsleiðinni. Unglingsár þátttakanda var eina tímabilið þar sem hreyfing var nægileg svo einstaklingur sýndi minni depurð. Ályktanir: Svo virðist vera að einstaklingar sem búi í þéttbýli líði almennt betur en einstaklingum sem búa í dreifbýli. Tóbaksnotkun hefur ekki mikið að segja um depurð meðal einstaklinga og svo virðist sem að einstaklingum sem ekki neyta áfengis séu líklegri til að þjást af depurð en þeir sem neyti þess. Máli skiptir að lífstíll einstaklinga einkennist af mikilli hreyfingu.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til janúar 2011
Samþykkt: 
  • 25.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5860


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þunglyndi meðal aldraðra - Tengsl við búsetu, áfengisnotkun, tóbaksnotkun og hreyfingu.pdf689.38 kBOpinnSkjalið inniheldur efnisyfirlit, inngang, aðferðarkafla, niðurstöður, umræður og heimildaskráPDFSkoða/Opna