is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5862

Titill: 
  • Unglingar á Íslandi : kynhegðun í tengslum við áfengisneyslu og samskipti við foreldra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða kynhegðun unglinga í tengslum við áfengisneyslu þeirra og samskipti við foreldra. Rannsóknin var unnin úr gögnum úr verkefninu Heilsa og lífskjör skólanema. Þátttakendur voru 1888 talsins og voru nemendur í 10. bekk og var rannsóknin lögð fyrir í 166 grunnskólum á öllu landinu. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í
    ljós að meiri líkur eru á að unglingar séu byrjaðir að stunda kynlíf ef þeir drekka áfengi. Meira en helmingur unglinga sem eru byrjaðir að stunda kynlíf hafa einnig orðið mjög drukknir
    (χ2(4, Ν=1840)=414,905, р <0,05). Meira en helmingur unglinga sem eru byrjaðir að hafa
    samfarir finnst auðvelt að tala við móður sína um áhyggjur (χ2(4, Ν=1799)=37,596, р
    <0,05) og næstum því helmingi unglinga finnst auðvelt að ræða áhyggjur við föður sinn(χ2(4, Ν=1792)=38,953, р <0,05). Flestir unglingar sem stunda kynlíf án getnaðarvarna leita minna til foreldra sinna með áhyggjur heldur en þeir sem notast við einhvers konar
    getnaðarvörn.

Samþykkt: 
  • 25.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5862


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kynhegdun_unglinga aðal.pdf593,5 kBOpinnPDFSkoða/Opna