is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5863

Titill: 
  • Er vinnsluminnið lykillinn að hamingju aldraðra? : tengsl vinnsluminnisgetu og fleiri þátta við hamingju fólks á aldrinum 67-95 ára
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir hafa sýnt að vinnsluminni hrakar með aldrinum og er skerðingin veruleg á elliárum, einkum á svokölluðu fjórða aldursskeiði, eftir að 70-85 ára aldri er náð. Þessi skerðing hefur víðtæk og alvarleg áhrif á hugsun, hegðun og daglegt líf fólks. Einnig hafa rannsóknir sýnt að hamingja dvínar með aldrinum. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tengsl vinnsluminnis við hamingju fólks á aldrinum 67-95 ára. Einnig voru áhrif aldurs á vinnsluminni og hamingju og tengsl breytanna við félagslega virkni skoðuð. Þátttakendur voru 68 eldri borgarar búsettir á Norðurlandi eystra. Konur voru 38 og karlar 30, meðalaldur þátttakenda var 79 ár. Lagðar voru fyrir þrjár gerðir vinnsluminnisverkefna sem reyndu á mismunandi þætti vinnsluminnis og voru miðuð að hópi aldraðra. Hamingja var mæld með Sálræna hamingjuskalanum Subjective Happiness Scale (SHS). Einnig var þunglyndiskvarði, Geriatric Depression Scale (GDS), lagður fyrir þátttakendur. Auk þess voru lagðar fyrir spurningar um félagslega virkni, búsetu, kyn og aldur. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að aldur hefur marktæk áhrif á vinnsluminni en ekki á hamingju. Marktæk tengsl fundust á milli vinnsluminnis og hamingju þannig að þeir einstaklingar sem mældust með slakast vinnsluminni mátu sig minnst hamingjusama. Félagsleg virkni hafði marktæk áhrif á bæði vinnsluminni og hamingju. Þessar niðurstöður benda til þess að skert vinnsluminni dragi úr upplifaðri hamingju eldri borgara. Þættir eins og félagsleg virkni geta hins vegar dregið úr skerðingu vinnsluminnis og afleiðingum hennar. Mikilvægt er að hafa í huga að þarfir yngri hóps aldraðra fara ekki endilega saman við þarfir elsta hópsins. Skerðing á vinnsluminni virðist almennt vanmetin hjá þeim sem elstir eru og hugsanlega væri hægt að búa þeim hamingjuríkara líf með því að gera ráð fyrir þessari skerðingu og bregðast við henni.

Samþykkt: 
  • 25.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5863


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA -5 -LOKA PDF[1].pdf833.78 kBOpinn "Er vinnsluminnið lykillinn að hamingju aldraðra?: Tengsl vinnsluminnisgetu og fleiri þátta við hamingju fólks á aldrinum 67-95 ára" - heildPDFSkoða/Opna