is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5865

Titill: 
  • Vanræksla barna: orsakir, afleiðingar og úrræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á hverju ári hafa barnaverndaryfirvöld á Íslandi afskipti af hundruðum barna sem ekki njóta viðunandi uppeldisskilyrða. Tilefni afskipta getur verið allt frá smávægilegum og auðleystum vanda til þess að vandamálið sé svo alvarlegt að ekki er annað hægt en að taka börn úr umsjá foreldra sinna. Flest þeirra mála sem koma til barnaverndanefnda eru vegna vanrækslu barna. Um fæst þessara mála er fjallað opinberlega sökum friðhelgi heimilisins og trúnaðarskyldu þeirra sem vinna að málefnum barna. Því lifir stór hluti af almenning í þeirri góðu trú að í dag sé almennt farið vel með börn og að einungis hafi verið farið illa með börn í gamla daga. Börn eru hópur af berskjölduðum einstaklingum, sem eiga að geta treyst foreldrum sínum og öllum þeim sem koma að uppeldi þeirra á einn eða annan hátt til að standa vörð um hagsmuni sína og velferð. Áhrif foreldra og félagslegra þátta á vanrækslu og þar með líðan og velferð barna og unglinga er viðfangsefni þessar ritgerðar. Tekið er fyrir hvað vanræksla er, hverjar séu orsakir vanrækslu, afleiðingar hennar og hvaða úrræði standa til boða til að uppræta vandann. Þar sem viðfangsefnið er mjög yfirgripsmikið var notast við vistfræðilíkan Belsky um áhættuþætti fyrir misbrestum í uppeldi barna og þannig reynt að halda utan um efnið. Líkanið tekur til þátta sem tengjast foreldrum, fjölskyldu, samfélagi og menningu, en samkvæmt því verður misbrestur í uppeldi barna ef magn og umfang þessara áhættuþátta fer umfram þá þætti sem eru verndandi í umhverfi barnsins. Vísað er í bæði innlendar og erlendar rannsóknir. Fjallað er um störf og stöðu barnaverndar á Íslandi. Það er ljóst að mikið af þeim sálræna vanda og vanlíðan, ásamt erfiðleikum með hegðun og samskipti sem börn og unglingar glíma við, má rekja til misbrests í uppeldi á bernskuárum.

Samþykkt: 
  • 25.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5865


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA- ritgerð.pdf234.08 kBOpinnVanræksla barna: orsök,afleiðingar og úrræðiPDFSkoða/Opna