en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5868

Title: 
  • Title is in Icelandic Íslenska kjördæmaskiptingin : áhrif kjördæmaskiptingarinnar á íslensk stjórnmál frá 1959 til 2009
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Viðfangsefni rannsóknarinnar var að skoða áhrif kjördæmaskiptingarinnar á íslensk stjórnmál frá árunum 1959 til 2009. Úrslit Alþingiskosninga á þessu tímabili voru reiknuð þannig að landið var allt eitt kjördæmi og áhrif kjördæmaskiptingarinnar skoðuð og lagt mat á hana og áhrif hennar bæði almennt og í sögulegu ljósi. Að lokum er núverandi kjördæmaskipting skoðuð og framtíð hennar og ágæti rædd. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar er að kjördæmaskiptingin hefur hagnast Framsóknarflokknum mest allra flokka. Flokkurinn hefur hagnast um 15 alþingismenn í þessum 15 Alþingiskosningum. En hefur þó ekki hagnast um mann síðan í Alþingiskosningunum 1991. Stóru vinstri flokkarnir tveir auk forvera þeirra og Sjálfstæðisflokkurinn hafa, þegar horft er yfir allt tímabilið, verið að tapa á kjördæmaskiptingunni. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa hinsvegar hagnast samtals um þrjá menn á kostnað smærri framboða í síðustu tveimur Alþingiskosningum. Kjördæmaskiptingin er mjög óhagstæð smærri framboðum. Þrisvar sinnum hefur það gerst að framboð, sem hefði komið að tveimur mönnum ef að landið væri eitt Kjördæmi, kom ekki að neinum manni að. Kjördæmaskiptingin hefur haft bein áhrif á myndun ríkisstjórna. Í átta af þessum 50 árum sem rannsóknin nær til hefur landinu verið stjórnað af ríkisstjórn sem komst til valda fyrir tilstuðlan kjördæmaskiptingarinnar. Kjördæmaskiptingin hefur stuðlað að misvægi atkvæða milli kjördæma og það misvægi er enn til staðar. Þetta misvægi er og hefur verið aðallega milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Núverandi kjördæmaskipting afmarkar ekki landsbyggðina frá höfuðborgarsvæðinu. Vegna þess að 61% íbúa í Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi búa innan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar. Kenning höfundar er að í raun og veru er einungis um eitt alvöru landsbyggðarkjördæmi að ræða. Áhrif kjördæmaskiptingarinnar á íslensk stjórnmál má skipta upp í sex þætti. Kjördæmaskiptingin hefur verið sjálfstætt deilumál íslenskra stjórnmála, haft áhrif á styrkleikahlutföll þingflokka, haft áhrif á myndun ríkisstjórna, haft áhrif innan flokka, haft áhrif á opinbera stefnumótun og haft áhrif á einstök málefni.

Accepted: 
  • Jun 25, 2010
URI: 
  • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/5868


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
islenska_kjordaemaskiptingin.pdf601.18 kBOpenÍslenska kjördæmaskiptingin. Rannsókn á áhrifum kjördæmaskiptingarinnar á íslensk stjórnmál frá 1959 til 2009PDFView/Open