is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5870

Titill: 
  • "Strákunum gengur ágætlega en stelpunum gengur alltaf vel..." : mismunur á hegðun stelpna og skráka í kennslustundum og árangri í stöðluðum prófum í 10. bekk
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir og prófniðurstöður undanfarin ár hafa sýnt að strákar fá lægri einkunnir er stelpur á stöðluðum prófum. Mikið hefur verið fjallað um þessa staðreynd og ýmsar ástæður hafa verið fundnar til að útskýra þennan kynjamun. Sú orðræða hefur til að mynda verið áberandi síðustu misserin að skólar séu orðnir kvenlægir vegna þess hve kvenkennurum hefur fjölgað innan grunnskólakerfisins og skortur á karlkennurum hái námsárangri stráka. Orðræða þessi hefur að nokkru leyti haldist í hendur við breyttar kennsluaðferðir, ekki síst áherslu á einstaklingsmiðað nám. Það getur verið vandkvæðum háð fyrir kennara að finna kennsluaðferðir sem henta ekki síst þegar verið að kenna stórum hópi ólíkra nemenda samtímis. Talað hefur verið um að einstaklingsmiðað nám sé besta lausnin til að hver nemandi fái kennslu við sitt hæfi en á sama tíma hefur verið bent á að erfitt geti verið fyrir einn kennara að beita slíkri aðferð í stórum bekkjum. Ekki nægir að vanda til verka þegar valdar eru kennsluaðferðir sem henta eiga nemendum heldur þarf einnig að fylgja því eftir að þær séu að ganga vel með námsmati til að kanna hvar nemendur eru staddur í námi. Ýmsar leiðir hafa verið notaðar til að meta árangur nemenda og eru þær kynntar hér á þessum síðum. Þá eru skoðaðar útkomur úr samræmdum prófum og úr PISA rannsóknum sem lagðar eru fyrir 10. bekk grunnskóla en báðar þessar námsmatsaðferðir sýna greinilegan kynjamun á einkunnum nemenda, ávallt stelpum í hag.
    Mismunandi námsmat, einkunnir nemenda á stöðluðum prófum og orðræða um kynbundin árangur stráka og stelpna og hugsanlegar ástæður hans sem birst hafa í samfélaginu á síðustu árum eru viðfangsefni þessarar ritgerðar. Til að fá innsýn í viðhorf nemendanna sjálfra, bæði hvað varðar hegðun og mismunandi árangur stráka og stelpna í skólum, var gerð eigindleg rannsókn sem fólst í því að tekin voru viðtöl við fjóra nemendur í 10. bekk í grunnskóla á Akureyri. Vegna smæðar úrtaksins er ljóst að það kemur ekki til með að endurspegla þýðið heldur gefur einungis hugmyndir um skoðanir, tilfinningar og álit þessara fjögurra nemenda. Þá er stuðst við eigindlega rannsókn sem gerð var haustið 2009 og byggðist á viðhorfum þriggja íslenskukennara í 10. bekk í grunnskóla til breytinga á samræmdum prófum haustið 2009 og þau fléttuð saman við niðurstöður rannsókna og almenn
    viðhorf í samfélaginu.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til júlí 2010
Samþykkt: 
  • 25.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5870


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerð_Ingibjorg_Ebba_Bjornsdottir.pdf551.27 kBOpinn"Strákum gengur ágætlega en stelpum gengur alltaf vel...": Mismunur á hegðun stelpna og stráka í kennslustundum og árangri í stöðluðum prófum í 10. bekkPDFSkoða/Opna