en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's) University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5874

Title: 
  • Title is in Icelandic Íslenskur landbúnaður : fortíð, nútíð og framtíð
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Íslendingar hafa treyst á landbúnaðinn frá upphafi byggðar og ekki að ástæðulausu. Þeir hafa löngum þurft að bjarga sér sjálfir um helstu nauðsynjar og meðan svo var gerðu þeir sér grein fyrir nauðsyn þess að framleiða sjálfir það sem mikilvægast væri fyrir þeirra lífsafkomu. Í breyttum heimi hafa bæði viðhorf breyst og skilningur minnkað á mikilvægi og gildi landbúnaðarins í íslensku samfélagi. Í þessari ritgerð er gerð tilraun í stuttu máli að gera grein fyrir sögu landbúnaðarins, gildi hans og vægi í samtímanum og aðeins velt vöngum yfir framtíðar horfum þessarar mikilvægu undirstöðu byggðar á Íslandi.
    Miklar sviptingar hafa fylgt landbúnaðinum undanfarna áratugi og virðist þeim hvergi nærri lokið. Mikil samþjöppun hefur orðið í þeim fjórum búgreinum sem fjallað er um í ritgerðinni, það er svína-, kjúklinga-, nauta-, og sauðfjárrækt. Bændum fækkar, búin stækka og ekki er enn séð fyrir endann á hvar sú þróun endar. Breytt neyslumynstur íslenskra neytenda hefur haft og mun hafa mikil áhrif á hvernig landbúnaðurinn þróast í framtíðinni. Megin niðurstaðan er þó þessi að Íslendingar þurfa að ákveða fyrr en seinna hvort taka eigi landbúnaðarframleiðslu hérlendis alvarlega og þá skapa þeim sem vinna að framleiðslunni mannsæmandi lífskilyrði. Einnig þarf þjóðin að ákveða fyrir alvöru hvort hún ætlar að vera sjálfri sér næg um matvæli og tryggja þar með fæðuöryggi á þessari klettaeyju eða taka þá áhættu að vera öðrum háðir um aðrar eins nauðsynjar og matvæli eru.

Accepted: 
  • Jun 25, 2010
URI: 
  • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/5874


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
LOK0273 Guðbergur Egill Eyjólfsson BA ritgerð[1].pdf640.35 kBOpenFjallað er um Íslenskann landbúnað í fortíð, nútíð og framtíð.PDFView/Open