is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5886

Titill: 
  • Rýnt í ritun: mat á ritun nemenda í 4., 7. og 10. bekk grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er sagt frá rannsókn sem hafði að markmiði að efla skilning á ritun grunnskólanemenda og kanna stöðu þeirra í námsþættinum. Leitast var við að skilgreina og lýsa þeim þáttum sem taldir eru skipta máli fyrir góða ritun og mikilvægt er að beina sjónum að þegar ritun er metin. Út frá þeim grunni var útbúinn fimm þrepa matskvarði sem nær yfir þessa skilgreindu þætti ritunar; á textasviði, setninga- og orðasviði og sviði tæknilegra þátta. Matskvarðinn var lagður til grundvallar við greiningu gagna og framsetningu niðurstaðna. Rannsóknargögn voru 144 ritgerðir nemenda úr 4., 7. og 10. bekk á samræmdum prófum í íslensku sem fengnar voru úr gagnasafni Námsmatsstofnunar.
    Gert var ráð fyrir að færni í ritun ykist með vaxandi aldri nemenda og að ritgerðir nemenda bæru ólík einkenni eftir bekkjum. Einnig var gert ráð fyrir að eldri nemendur skrifuðu lengri ritgerðir en þeir yngri og einhver munur kæmi fram á ritun nemenda eftir kynjum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að ritgerðir nemenda í 4. bekk báru þess merki að höfundar þeirra voru almennt komnir styttra á veg í ritunarnámi sínu en eldri nemendur og að stelpur í 4. bekk voru komnar heldur lengra en strákar þar sem fleiri stelpur skrifuðu heldur lengri og efnismeiri ritgerðir. Ritgerðir nemenda í 7. bekk sýndu að um góða framför var að ræða milli 4. og 7. bekkjar þar sem ritgerðir úr 7. bekk voru almennt metnar nokkuð hærra á matskvarðanum en ritgerðir nemenda í 4. bekk. Kynjamunur á ritgerðum úr 7. bekk var fremur lítill. Í 10. bekk voru ritgerðir stelpna metnar nokkuð hærra á matskvarðanum en ritgerðir stráka. Um nokkra framför var að ræða hjá stelpum milli 7. og 10. bekkjar en sú var ekki raunin hjá strákum. Ritgerðir þeirra voru almennt metnar lægra á matskvarðanum en ritgerðir stráka í 7. bekk. Sú niðurstaða kom nokkuð á óvart og gefur vísbendingar um að strákar í 10. bekk standi síst betur að vígi í ritun en strákar í 7. bekk.

Samþykkt: 
  • 25.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5886


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rýnt í ritun. Mat á ritun nemenda í 4., 7. og 10. bekk grunnskóla.pdf1.87 MBOpinnPDFSkoða/Opna