is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5887

Titill: 
  • "Má skrifa sögu í dag?": skáldritun barna og kennsla ritunar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um ritun barna og kennslu ritunar í grunnskóla. Ritun gegnir miklu hlutverki í lífi fólks og er órjúfanlegur hluti læsis og lestrar. Áður var talið að lestur væri nauðsynlegur undanfari ritunar og ekki þýddi að kenna börnum að skrifa fyrr en þau hefðu náð tökum á lestri. Þessi viðhorf hafa breyst þótt enn eimi eftir af fyrri skoðunum. Þótt flestir fræðimenn telji nú um stundir að lestur og ritun þróist samhliða hjá börnum er yfirleitt mun meiri áhersla lögð á kennslu lestrar en ritunar í byrjendakennslu.
    Flest börn eru full sjálfstrausts varðandi getu sína til að skrifa þegar þau byrja í skóla og í ritgerðinni eru færð rök fyrir því að á þessu sjálfstrausti ætti að byggja kennslu þeirra. Ferliritun (e. process approach) er kennsluaðferð þar sem ritun er kennd sem ferli sem nær yfir lengri tíma, börnin fá að vinna sem rithöfundar og hafa mikinn yfirráðarétt yfir ritun sinni. Þessi aðferð við kennslu ritunar hefur notið mikilla vinsælda víða um heim en hefur ekki fest rætur hér á landi svo neinu nemi. Í ritgerðinni er greint frá sex nýlegum, erlendum rannsóknum á ritunarkennslu og gerð á þeim fræðileg greining í þeim tilgangi að leita svara við því hvaða máli það skipti að börn riti frá eigin brjósti og hvers konar kennsla í ritun sé æskileg til að auka líkur á að börn geti notað ritun sér til lífsleikni.
    Niðurstöður greiningarinnar eru að það skiptir miklu máli fyrir þroska barna að þau fái tækifæri til að rita frjálst; þau geta skrifað sig frá erfiðleikum, unnið úr raunverulegum vandamálum og við að skrifa vissa tegund frjálsrar ritunar nota þau flókna hugsun sem kemur þeim til góða í skólanámi. Mælt er með því að kenna börnum að rita samkvæmt ferliritun og er sú aðferð talin tryggja eins og kostur er að þau geti notað ritunina sér til lífsleikni. Í lokakafla ritgerðarinnar eru gerðar tillögur um góða ritunarkennslu sem byggjast á kenningum fræðimanna og reynslu höfundar af kennslu ungra barna.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 25.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5887


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Má skrifa sögu í dag lokagerd.pdf1.68 MBLokaður"Má skrifa sögu í dag?" Skáldritun barna og kennsla ritunar - heildPDF