is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5889

Titill: 
  • Upplifun foreldra með ADHD eða ADD af heimanámi eigin barna : samstarf umsjónarkennara og foreldra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi byggir á eigindlegri rannsókn á upplifun og reynslu foreldra með ADHD eða ADD greiningu á heimanámi eigin barna og samskiptum þessara foreldra við umsjónarkennara barnanna. Tilgangur rannsóknarinnar var að öðlast skilning á ADHD/ADD meðal foreldra og hvort og þá hvernig röskunin hefði áhrif á upplifun þeirra af heimanámi barnanna. Fræðilegri umfjöllun, niðurstöðum rannsóknarinnar og umræðu var skipt í þrjú megin þemu: ADHD/ADD, heimanám og samskipti/samstarf milli foreldra og umsjónarkennara.Gagnaöflun fór fram árin 2009 og 2010. Tekin voru viðtöl við þrjár mæður með ADHD/ADD greiningu og þrjá umsjónarkennara barnanna þeirra. Gagnasöfnun fól einnig í sér úttekt og greiningu á rannsóknum og skrifum fræðimanna á hverjum rannsóknarþætti fyrir sig. Skoðaðar voru íslenskar rannsóknir sem og erlendar.
    Helstu niðurstöður voru þær að á heildina litið áttu mæðurnar ánægjuleg samskipti við kennarana, samskiptin einkenndust af virðingu, trausti og trúnaði og markmið með samstarfinu voru oftast nær skýr. Velferð og menntun barnanna var í fyrirrúmi og kennararnir horfðu á barnið í víðu samhengi og tóku velferð fjölskyldunnar með í heildarmyndina. Ákvarðanir voru teknar í sameiningu og mæðurnar upplifðu sig sem hluta af menntunarliði eigin barna. Allir þessir þættir og fleiri til gerðu það að verkum að samstarfið gekk almennt vel og viðmælendur voru oftast nær sáttir og ánægðir. Mæðurnar, sem höfðu allar lent í hrakningum í grunnskóla og átt erfiða skólagöngu, voru í mismiklum mæli ennþá að vinna úr erfiðri reynslu sinni, en aðdáunarvert var hvernig þær nýttu þessa reynslu börnum sínum til góðs. Viðhorf þeirra til heimanáms var blendið, en þeim fannst að þó svo að heimanám ætti það til að vera óskipulagt og ómarkvisst þá væru ákveðnir þættir, eins og lestur, sem yrði að þjálfa heima. Öllum viðmælendunum sex bar saman um að þátttaka foreldra í námi barna skipti máli þegar horft væri til lengri tíma. Einnig töluðu þeir um að stuðningur og áhugi foreldra á því sem barnið tæki sér fyrir hendur skilaði árangri, meðal annars bættum námsárangri. Þátttaka foreldra í námi barna var því almennt talin mikilvæg og í því ljósi væri áríðandi að tryggja að samskiptin væru sem heiðarlegust og hver einstaklingur axlaði þá ábyrgð sem honum bæri. Viðmælendur töluðu í því samhengi um mikilvægi þess að hlutverk hvers og eins aðila væru skýr og skólinn þyrfti að hafa stefnu í heimanámi, tilgangur þess og markmið samstarfs yrði að vera ljós til að vel tækist til. Traust, virðing og trúnaður var því, að mati viðmælendanna, lykillinn að farsælu samstarfi milli heimilis og skóla.

Samþykkt: 
  • 25.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5889


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
meistararitgerð.pdf885,23 kBOpinnUpplifun foreldra með ADHD eða ADD af heimanámi eigin barna- heildPDFSkoða/Opna