en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5891

Title: 
  • Title is in Icelandic Ábyrgð skólastjóra grunnskóla
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Verkefnið sprettur af daglegri umræðu um ábyrgð á skólastarfi. Bæði skólastjórar og kennarar telja að þeir beri mikla ábyrgð í sínum störfum en við nánari umræðu virðast þeir ekki leggja sama skilning í ábyrgðarhugtakið. Í grunnskólalögum er heldur ekki skýrt kveðið á um hvað felst í hugtakinu ábyrgð og því ástæða til að kanna nánar í hverju ábyrgð á skólastarfi felst. Rannsóknarspurningarnar eru tvær: Hvað merkir hugtakið ábyrgð? og Hver er ábyrgð skólastjóra samkvæmt grunnskólalögum? Við rannsókn á merkingu hugtaksins er hugtakagreining notuð og greining grunnskólalaganna byggir á aðferð lögfræðinnar við að lesa lög og nefnist textaskýring. Helstu niðurstöður eru þær að til að geta axlað ábyrgð þarf viðkomandi að gangast undir þær skyldur sem verki eða starfi fylgja, hann þarf að hafa ákvörðunarvald yfir þeim þáttum sem lúta að verksviðinu og sá hinn sami þarf einnig að svara fyrir og taka afleiðingum af árangri eigin starfs. Skólastjóri gengst undir allar skyldur sem lög sem lúta að grunnskólastarfi kveða á um, hann hefur ákvörðunarvald yfir öllum þáttum skólastarfsins og þarf að svara fyrir allt starf skólans. Ábyrgð skólastjóra, samkvæmt grunnskólalögum, felst einkum í því að sjá um framkvæmd lögbundinna þátta skólastarfs, gæta réttinda og hagsmuna allra hagsmunaaðila og leiða starfið með faglegum hætti. Skólastjóri svarar fyrir skólastarf gagnvart sveitarstjórn, stjórnar skólanum og er forstöðumaður hans. Með því er tekinn af allur vafi á því hver svarar endanlega fyrir skólastarf. Hvergi er tilgreint hvort skólastjóra beri að svara fyrir afrakstur eða skilgreindan árangur af skólastarfi. Gagnrýna má hvernig lögin gera foreldrum að bera ábyrgð á námi barna sinna og nemendum að bera ábyrgð á eigin hegðun og námi því það samræmist ekki skilgreiningu á ábyrgðarhugtakinu. Einnig er athugunarvert að skólum er hvorki gert að miða árangur skólastarfs við fyrirfram ákveðna mælikvarða, né að taka afleiðingum af eigin starfsháttum.

Accepted: 
  • Jun 25, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5891


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ábyrgð_skólastjóra_grunnskóla_ENDANLEGT_010610.pdf634.62 kBOpen"Ábyrgð skólastjóra grunnskóla" - heildPDFView/Open