is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5901

Titill: 
  • Staða íslenskukennslu : vægi íslenskukennslu í grunnskóla- og kennaranámi og viðhorf íslenskukennara til menntunar sinnar og færni í starfi, stöðu tungunnar og málræktar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða stöðu íslenskukennslu. Vægi íslensku í grunnskólum samkvæmt viðmiðunarstundaskrá var skoðað, í samburði við fyrri slíkar skrár og í samanburði við vægi móðurmáls í grunnskólum í Noregi. Niðurstöður sýna að dregið hefur úr vægi móðurmálskennslu í skólum á Íslandi og nú er umtalsvert meiri áhersla á móðurmálskennslu í Noregi en á Íslandi.
    Litið var á vægi íslensku í kennaramenntun á Íslandi, með samanburði við fyrri ár og í samanburði við vægi norsku í kennaranámi í Noregi. Niðurstöður sýna að dregið hefur umtalsvert úr vægi móðurmálsins í kennaramenntun frá því sem áður var og mikill munur er á vægi móðurmálsins á Íslandi og í Noregi.
    Loks var gerð rannsókn meðal 32 kennara sem allir kenna íslensku í 8.-10. bekk. Gögnum var safnað með hálflokuðum spurningalistum sem sendir voru rafrænt til þátttakenda. Rannsóknarspurningar lutu að því hver væri íslenskumenntun og kennslureynsla kennara á unglingastigi og hvaða áhrif bakgrunnurinn hefði á viðhorf þeirra til þess hvernig þeir valda íslenskukennslu. Helstu niðurstöður eru að mikill meirihluti þeirra kennara sem rannsóknin náði til taldi menntun sína nægilega til að sinna íslenskukennslu og eru ekki merkjanleg tengsl á milli þeirrar menntunar sem þeir hafa íslenskum fræðum og viðhorfs þeirra til eigin færni í kennslunni. Engu að síður var bakgrunnur kennaranna mjög fjölbreytilegur og einungis rúm 60% þeirra hafði frekari bakgrunn íslensku en þær einingar sem komu úr kjarna kennaranámsins. Allur taldi hópurinn sig hafa góð tök á kennslunni, sama hver bakgrunnurinn var. Mat þátttakenda á stöðu og vægi íslensku í grunnskólum var mjög fjölbreytilegt, allt frá því að vera mjög jákvætt yfir í að vera mjög neikvætt.

Samþykkt: 
  • 28.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5901


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf1.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna