is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5904

Titill: 
 • Fangaverðir á Íslandi: Refsivistarsjónarmið, endurhæfingarsjónarmið og viðhorf til fanga
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Fangaverðir svöruðu spurningalistum um sjónarmið í starfi, það er hvort þeir aðhyllist refsivistar- eða endurhæfingarsjónarmið og um viðhorf til fanga. Undanlátssemi var einnig athuguð.
  Refsivistarsjónarmið aðhyllast þeir sem telja brotamenn eiga skilin makleg málagjöld. Þeir eigi að taka út sína refsingu innilokaðir. Þeir sem aðhyllast endurhæfingarsjónarmið telja fanga hafa möguleika á betrun og vert sé að leiðbeina þeim á beinu brautina. Undanlátssemi lýsir tilhneigingu fólks til að láta undan þrýstingi annarra. Helstu tilgátur voru að konur, eldri fangaverðir, þeir sem hafa háan
  starfsaldur og hátt menntunarstig aðhylltust endurhæfingarsjónarmið og hefðu jákvætt viðhorf til fanga. Hér var einnig gert ráð fyrir að undanlátssemi tengdist endurhæfingarsjónarmiði og jákvæðu
  viðhorfi til fanga. Helstu niðurstöður voru að allir þátttakendur aðhylltust endurhæfingarsjónarmið og viðhorf til fanga er heldur neikvætt. Sjónarmið í starfi hafði ekki tengsl við þær bakgrunnsbreytur sem hér voru kannaðar. Viðhorf til fanga hafði ekki tengsl við kyn og menntun en varð jákvæðara með auknum aldri og starfsaldri þátttakenda. Undanlátssemi hafði hvorki tengsl við
  sjónarmið í starfi né viðhorf til fanga.

Samþykkt: 
 • 28.6.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5904


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS skemman.pdf555.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna