is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5906

Titill: 
  • „Það er ekki alltaf verið að finna upp hjólið, það er bara verið að bæta við nokkrum dekkjum": leikskólaumhverfi sem hvetur til skólaþróunar
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari rannsókn er að varpa ljósi á hvaða þættir það eru í starfsumhverfi leikskóla sem hvetja starfsfólk til að þróa starf skólans. Spurt er hvað það sé í umhverfinu sem styðji þróunarstarf, hvaða tækifæri fólk fái til að sinna þeim störfum og hvernig verkefnunum sé viðhaldið. Spurningin sem liggur til grundvallar rannsókninni er: Hvaða þætti í starfsumhverfi leikskóla upplifir starfsfólk hvetjandi til skólaþróunar?
    Rannsóknin fór fram í tveimur leikskólum. Þátttakendur í hvorum skóla voru leikskólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri, einn deildarstjóri, einn leikskólakennari á deild og einn leiðbeinandi. Við rannsóknina var beitt eigindlegri rannsóknaraðferð. Aflað var gagna með tíu einstaklings¬viðtölum og einni þátttökuathugun.
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru þær að viðmælendur telja leikskólastjórann vera í lykilhlutverki varðandi skólaþróun og álíta að viðhorf hans, áhugi, vilji, jákvæðni og sveigjanleiki hafi mikið að segja. Viðmælendur telja nauðsynlegt að innan leikskólans starfi öflugur hópur starfsfólks og innan hans þurfi að ríkja samhugur, eining og sveigjanleiki.
    Niðurstöðurnar sýna einnig að skólasamfélagið þarf að byggjast á dreifðri forystu, ígrundun, umræðum og samvinnu. Viðmælendur halda því fram að forsenda skólaþróunar sé sú að allt starfsfólk fái undirbúningstíma og reglulega sé fundað með ákveðnum teymum. Þeim finnst að samskiptin þurfi að einkennast af gleði, virðingu og trausti og sérstaklega þurfi að leggja áherslu á það að komið sé jafnt fram við alla.
    Til þess að auka líkur á því að þróunarverkefni skili árangri og verði hluti af daglegu starfi, þá telja viðmælendur nauðsynlegt að þau byggist á grunnþáttum leikskólastarfsins, séu áhugaverð og hafi skýr markmið. Innan þróunarverkefnisins þarf þó að vera hæfilegur sveigjanleiki. Niðurstöðurnar sýna að nauðsynlegt er að veita starfsmönnum öflugan stuðning og fræðslu til þess að byggja upp hæfni og þekkingu til að takast á við krefjandi verkefni.

Samþykkt: 
  • 29.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5906


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni Elsa Pálsdóttir 2010.pdf1,01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna