en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5910

Title: 
 • Title is in Icelandic Félagsfærniþjálfun : Stig af stigi með fimm ára börnum
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Hér verða kynntar niðurstöður rannsóknar á kennsluefninu Stig af stigi
  þar sem markmiðið var að kanna hvernig Stig af stigi er notað með fimm
  ára börnum í einum leikskóla og hvernig börnin læra af kennsluefninu.
  Beitt var eigindlegum rannsóknaraðferðum, tilviksrannsókn og voru
  þátttakendur þrír kennarar og átta börn. Helstu niðurstöður voru að börnin
  bjuggu yfir hæfni til að setja heiti á tilfinningar, gátu lesið úr tilfinningum
  annarra og gátu tengt tilfinningar við athafnir. Til dæmis lýstu þau
  samkennd sem hjálpsemi, að setja sig í spor annarra, gagnkvæmri
  virðingu og tillitsemi við náungann. Kennarar töldu börnin ekki hafa getu
  til að greina og leysa vandamál ef þau væru sjálf hluti af vandamálinu en
  börnin töldu sig hafa þá hæfni. Flest börnin sögðu Stig af stigi vera
  skemmtilegt. Börnin brugðust vel við þeim aðferðum sem kennarar
  beittu, s.s leikrænni tjáningu. Kennarar töldu framsetningu skipta miklu
  máli og að helstu aðferðir þeirra væru leikræn tjáning, virk hlustun og
  hrós. Kennarar höfðu mikla trú á kennsluefninu og töldu Stig af stigi
  kennsluefnið vera góða viðbót við óhefðbundið nám barna í leikskóla.
  Auk þess telja þeir að börnin öðlist aukna hæfni til að setja sig í spor
  annarra, auki getu sína til að lesa í og greina tilfinningar sínar og annarra
  og vera óhræddari við að sækjast eftir hjálp.
  Lykilorð: Félags- og tilfinningaþroski, rannsókn með börnum.

Accepted: 
 • Jun 29, 2010
URI: 
 • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/5910


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Félagsfærniþjálfun- Stig af stigi með fimm ára börnum.pdf716.23 kBOpenHeildartextiPDFView/Open