is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5913

Titill: 
 • „Við getum kennt þeim svo margt í gegnum leik“ : hlutverk leikskólakennara í leik barna
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að skoða og lýsa hvernig leikskólakennarar styðja við leik barna. Jafnframt að skoða hugmyndir leikskólakennara um leikinn og eigið hlutverk í honum. Einnig var skoðað hvort samræmi væri á milli þessara hugmynda og starfshátta leikskólakennaranna og hvaða þætti þeir töldu helst hafa áhrif á starfshætti sína.
  Leikurinn er talinn vera helsta náms-og þroskaleið ungra barna og í lögum um leikskóla kemur meðal annars fram að nám skuli fara fram í gegnum leik og skapandi starf, ekki skuli nota beinar kennsluaðferðir í leikskólum. Fræðilegt samhengi rannsóknarinnar eru hugmyndir Vygotskys um leikinn og mikilvægi stuðnings hæfari einstaklinga við börn að leik. Jafnframt er tekið mið af nýrri hugmyndum sem eru ríkjandi í leikskólafræðum í dag og farið yfir niðurstöður fyrri rannsókna á sviðinu. Skipta má hlutverki leikskólakennara í þrennt, athuganir og skráning, skipuleggja umhverfið og að meta hvort styðja þurfi við leik barna og um leið að finna viðeigandi stuðningsaðferðir.
  Notaðar voru eigindlegar rannsóknaraðferðir og gögnum var safnað með þátttökuathugunum og viðtölum. Gagnasöfnun fór fram í 6 mánuði, frá janúar 2009 og fram í miðjan júní sama ár. Þátttakendur voru þrír leikskólakennarar sem valdir voru út frá markmiði rannsóknarinnar.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að leikskólakennararnir þrír töldu leikinn mikilvægustu náms-og þroskaleið ungra barna og virtust bera mikla virðingu fyrir honum. Þeir vildu hafa sem mest af frjálsum leik í leikskólanum því þannig töldu þeir börn þroskast best. Í leikskólunum virðist þó ríkja togstreita um það hversu fast skipulag starfsins eigi að vera. Leikskólakennararnir töldu sitt hlutverk vera að skipuleggja leikumhverfið, fylgjast með leik barnanna og grípa inn í hann ef þess þarf. Leikskólakennararnir töldu að leikskólakennaranámið og menning leikskólans hefðu helst áhrif á starfshætti þeirra. Þeir gátu ekki tengt eigin hugmyndir við ákveðnar kenningar eða fræðimenn.

Samþykkt: 
 • 30.6.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5913


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA. verkefni.pdf594.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna