is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5916

Titill: 
  • Notkun reynslunáms í sértæku hópastarfi í félagsmiðstöðvum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er fræðileg ritgerð þar sem markmiðið er að skoða hvernig
    hægt er að nota reynslunám í sértæku hópastarfi með þrettán til sextán ára
    unglingum í félagsmiðstöðvum á Íslandi.
    Til að komast að þessu er í verkefninu fjallað ítarlega um nám,
    reynslunám og hópastarf. Byrjað er á umfjöllun um nám, bæði formlegt
    nám og óformlegt, farið er yfir kenningar um reynslunám, en reynslunám
    er í raun óformlegt nám. Því næst er fjallað um tímabilið sem kallað er
    unglingsár og þær breytingar sem einstaklingar ganga í gegnum á
    unglingsárunum. Í framhaldi af því tekur við umfjöllun um félagsmiðstöðvar,
    þar sem m.a. er farið yfir hlutverk þeirra og markmiðin með
    starfi þeirra. Vegna þess að starfsmenn eru mikilvægir í því hvernig til
    tekst í starfi félagsmiðstöðva fjalla ég einnig um helstu hlutverk þeirra. Í
    hópastarfi og öðru félagsmiðstöðvastarfi er mikilvægt að vinna með
    þátttöku unglinganna, þar kemur unglingalýðræði meðal annars við sögu
    og því mun ég fjalla stuttlega um hvað unglingalýðræði snýst. Að því
    loknu er fjallað um hópastarf og þá sérstaklega um sértækt hópastarf,
    mikilvægi þess og hlutverk hópstjóra í slíku starfi. Þá mun ég skoða hvað
    forvarnir eru og hvernig unnið er með forvarnir í hópastarfi. Helstu
    hugtök sem unnið verður með í þessu verkefni eru því reynslunám,
    unglingsárin félagsmiðstöðvar, hópastarf, unglingalýðræði og forvarnir.
    Helstu niðurstöður eru að reynslunám getur nýst vel í sértæku
    hópastarfi, en með því að hafa markmið reynslunáms í huga og virkja
    unglinga til þátttöku í skipulögðum verkefnum innan sértæks hópastarfs
    og hjálpa þeim að nýta reynsluna við aðrar félagslegar aðstæður er verið
    að stuðla að mikilvægu námi þátttakenda á mörgum sviðum. Slíkt starf
    hefur mikið forvarnargildi og er nauðsynlegt mörgum unglingum til að
    þeir standi styrkari fótum í lífinu. Það er því ákaflega mikilvægt að vanda
    val á hópstjórum í slíku starfi og undirbúa starfið vel með traustum
    markmiðum og markvissu mati á því sem fram fer í hópastarfinu.
    Lykilorð: Hópastarf.

Samþykkt: 
  • 30.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5916


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
m.ed. hronn hraf 09_fixed.pdf165.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna