is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5917

Titill: 
 • Lesskilningsferlið : áhrifaþættir og leiðir sem efla lesskilning
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar heimildarannsóknar er að greina lesskilningsferlið, helstu undirstöðuþætti þess og áhrifavalda ásamt því að taka saman fjölbreyttar aðferðir til að efla lesskilning. Beint var sjónum að rannsóknum og skrifum erlendra sérfræðinga á þessu sviði undanfarna áratugi. Sérstaklega var horft til lestrar- og lesskilningsferlisins og gildi talmáls, málskilnings, orðaforða, hljóðkerfisvitundar, umskráningarfærni, bakgrunnsþekkingar, ályktunarfærni, námsvitundar og vinnsluminnis. Einnig er gerð grein fyrir textatengdum atriðum sem skipta máli fyrir úrvinnslu lesandans og þáttum sem hafa áhrif á þróun lesskilnings; uppeldisaðstæður, skólaganga og lestrar- og lesskilningserfiðleikar. Fjallað er um mat á lesskilningi einstaklinga og hópa og settar fram fáeinar aðferðir til að meta lesskilning. Rætt er um kennslu og kennsluaðstæður og settar fram fjölbreyttar kennsluaðferðir sem efla lesskilning og henta lesendum á mismunandi aldri.
  Gengið var út frá meginspurningunum: Hvað er lesskilningur og hvað einkennir lesskilningsferlið í meginatriðum?, Hvaða þættir leggja grunninn að lesskilningi og hafa áhrif á þróun hans? og hvernig er hægt að efla lesskilning? Niðurstöður þessarar rannsóknarvinnu gefa til kynna að lesskilningsferlið sé afar flókið og að veikleikar í einhverjum ofangreindra undirstöðuþátta geti valdið lesskilningsvanda. Grunnurinn að tungumálinu er lagður í bernsku og skipta málörvun, uppeldisaðstæður og skólaganga miklu um hvernig til tekst.
  Lesskilningur og lesskilningsaðferðir hafa verið rannsakaðar um áratugaskeið erlendis. Á þeim tíma hafa viðhorf fræðimanna til kennslunálgunar breyst. Samfara því hafa verið þróaðar fjölbreyttar kennsluhugmyndir og kennsluaðferðir sem henta mismunandi textagerðum og lesendum á ýmsum aldri. Horft var til þessara heimilda við gerð síðari hluta verksins, kennsluaðferðanna. Þar er lögð áhersla á fjölbreytni og einfalda framsetningu. Lykilaðferðir eru spurnaraðferð og aðferðir sem efla ályktunarfærni, meðvitund um lesskilning, orðaforða og greiningu meginatriða.
  Vonast er til að þessi samantekt á kennsluaðferðum nýtist til eflingar lesskilnings í íslensku skólastarfi.
  Lykilorð: Lesskilningur, lesskilningsferlið, hlustunarskilningur, málskilningur, málhæfni, orðaforði, hljóðkerfisvitund, umskráning, lesfimi, ályktunarfærni, bakgrunnsþekking, vinnsluminni, námsvitund, setningafræði, máfræðivitund, formgerð texta, texti, uppbygging texta, uppeldi, skólaganga, lestur, lestrarerfiðleikar, lesskilningserfiðleikar, lesskilningsaðferðir, lesskilningskennsla, mat á lesskilningi.

Samþykkt: 
 • 30.6.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5917


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.pdf412.97 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Fræðilegi hluti.pdf1.13 MBOpinnFræðileg umfjöllun PDFSkoða/Opna
Hugmyndabanki.pdf3.3 MBLokaðurHugmyndabankiPDF