is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5935

Titill: 
  • Hvernig verður maður leiðtogi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í mörg ár hafa forstjórar og fræðimenn verið sammála um að án faglegrar forystu og leiðtogahæfni á öllum sviðum í fyrirtækjum, eiga fyrirtæki erfitt með að lifa af í viðskiptaheimi þar sem tæknibreytingar eru örar og samkeppnisumhverfið fer sífellt harðnandi. Þegar þessi ritgerð er skrifuð, (haustið 2008) er skollin á fjármálakreppa sem tegir anga sína um allan heim, en einmitt þá hefur þörfin fyrir leiðtogahæfni aldrei verið meiri, bæði hjá hinu opinbera og hjá fyrirtækjum. Á tímum sem þessum þar sem óvissan, óttinn og ringulreiðin heltekur fólk, þá eru það hinir sönnu leiðtogar sem láta engar neikvæðar tilfinningar ná tökum á sér og fá aðra með sér í að horfa fram á við með jákvæðu hugarfari, þar sem björtu tímarnir bíða.
    Það að geta skilgreint sjálfan sig, og vera metinn af öðrum, sem stórkostlegur leiðtogi, er einstaklega eftirsóknarvert hlutskipti. Í þessari ritgerð verða færð rök fyrir þvi hversu þýðingarmikið er fyrir leiðtoga að búa yfir lágmarks tilfinningagreind og hvernig mikil tilfinningagreind hjá leiðtoga, gerir hann að stórkostlegum leiðtoga. Enn fremur verða færð rök fyrir því hvernig tilfinningagreind er í raun lærð hegðun, sem segir okkur það að hver sem er getur orðið stórkostlegur leiðtogi ef sá hinn sami tileinkar sér þær aðferðir sem settar eru fram í þessari ritgerð.
    Þessi ritgerð er fyrir alla þá sem vilja stöðugt þróa sjálfan sig í lífi og starfi, en þó sérstaklega fyrir stjórnendur sem upplifa einhvers konarstöðnun í sínu starfi og vilja ná lengra en áður. Umfram allt er ritgerðin fyrir þá sem vilja ná langt í lífinu því ritgerðin er framlag til þeirra sívinsælu fræða sem snúa að sjálfsnámi einstaklingsins. Leiðtogafræðin eru stór kafli í stjórnunarfræðunum og fræðimenn hafa skrifað og talað um leiðtogafærni í yfir 60 ár. Vegna þess hve víðáttumikil leiðtogafræðin eru og vegna þess hve langa sögu hún spannar, verður fjallað með knöppum hætti um grunvallarkenningar leiðtogafræðinnar í fyrsta kafla. í öðrum kafla verður fjallað um samskiptastjórnun og þau leiðtogafræði sem snúa að stjórnun á almennu starfsfólki í fyrirtækjum og að lokum verður fjallað um leiðtogafræði sem snúa að samspili forystu og tilfinningagreindar sem fjallað er um í þriðja og fjórða kafla.
    Í ljósi þessarar afmörkunar eru rannsóknarspurningarnar eftirfarandi:
    • Hefur einhverskonar þróun átt sér stað meðal leiðtogakenninga síðastliðin 40 ár, og ef svo er, í hvaða átt hefur sú þróun verið?
    • Eru hugsanleg tengsl milli samskiptastjórnunar annars vegar og samspili forystu og tilfinningagreindar hins vegar?
    • Hvað þarf til, og hvernig verður maður leiðtogi?
    • Er mögulegt, að miðaldra stjórnendur með litla sem enga sjálfsvitund, sem hafa tileinkað sér og eingöngu notast við þær kenningar sem voru ráðandi fyrir 40 árum, að þeir geti þróað sjálfan sig og orðið leiðtogar? Þess má geta að ritgerð þessi er heimildarritgerð. Höfundur setur fram áhrifamiklar kenningar fræðimanna í ákveðinni röð í þessari ritgerð, í þeim tilgangi að leiða lesandann gegnum þau stig sem nauðsynleg eru til þess að öðlast leiðtogafærni. Myndir og töflur eru í upprunalegri mynd vegna þess að á þann hátt eru útskýringar og túlkun viðkomandi höfundar mun skýrari og áhrifameiri en ella. Þessari ritgerð er skipt niður í þrjá kafla. Í fyrsta kafla er gert grein fyrir grundvallarskilgreiningu leiðtogafærni ásamt ýmsum ólíkum leiðtogaaðferðum sem leiðtogar hafa beitt og tekist hefur að skilgreina. Í öðrum kafla er farið yfir samskiptastjórnun en mörgum stjórnendum hefur reynst erfitt að stjórna fólki með góðum árangri, því er tilvalið að fjalla ýtarlega um samskiptastjórnun í þeim kafla. Í þriðja kafla verður fjallað um það hvað maður þarf að búa yfir til að verða leiðtogi og í fjórða kafla fá lesendur að vita hvernig maður verður leiðtogi. Í þriðja kafla verður stuðst við kenningar Daniels Goleman um samspil tilfinningagreindar og leiðtogafærni. Kenningar Golemans eru stór hluti af þessari ritgerð en Daniel Goleman hefur komið fram með byltingarkenndar kenningar á borð við; 18 hæfnisvið tilfinningagreindar og hinar 6 forystuaðferðir sem byggjast á tilfinningagreind.

Samþykkt: 
  • 2.7.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5935


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvernig verður maður leiðtogi.pdf370,74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna