en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5991

Title: 
  • is Þingskipaðar rannsóknarnefndir
Abstract: 
  • is

    Í ritgerðinni Þingskipaðar rannsóknarnefndir er leitast við að varpa ljósi á tilurð og þróun þingskipaðra rannsóknarnefnda á Íslandi. Þingskipaðar rannsóknarnefndir eru hluti af eftirliti löggjafarvaldsins með framkvæmdarvaldinu sem er eitt af aðalhlutverkum Alþingis. Samanburður er gerður á þingeftirliti á Bretlandi, Danmörku og Noregi. Sá samanburður leiðir í ljós að rannsóknarnefndir eru notaðar í auknum mæli og í Danmörku voru sett almenn lög um rannsóknarnefndir og drög að frumvarpi hafa verið lögð fram í Noregi. Á Íslandi er heimild til skipan rannsóknarnefnda þingmanna í 39. gr. stjórnarskrárinnar en það virðist úrelt tæki, þ.e. það hefur ekki verið notað síðan 1956. Í allt hafa átta nefndir verið skipaðar frá því að þingræði komst á 1904. Nokkur skil urðu við skipan rannsóknarnefndar vegna Hafskipsmálsins í lok árs 1985 en þá var ákveðið að skipa óháða sérfræðinga. Rýnt er í kringumstæður skipunar þessara átta nefnda og að lokum dregin sú ályktun um notkun rannsóknarnefnda á Íslandi að þær hafi lítið verið notaðar vegna þess að íslensk stjórnmálamenning einkennist af átökum og valdabaráttu frekar en samstarfi og samráði.

Accepted: 
  • Jul 7, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5991


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
rannsóknarnefndir.pdf640.75 kBOpenHeildartextiPDFView/Open