is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5994

Titill: 
  • Sor Juana Inés de la Crus y la Reina de las ciencias
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi sem unnin er til fullnustu B.A.-gráðu í spænsku við Háskóla Íslands miðar að því að skoða ritverk mexíkönsku nunnunnar Sor Juana Inés de la Cruz, sem uppi var í Mexíkó á 16. öld. Viðfangsefni rannsóknarinnar er að svara spurningunni um hverjar voru hugsanlega ástæður þess að hún ákvað að gerast nunna, hvort trúarlegar ástæður réðu því að hún ákvað að ganga í reglu Heilags Híeronimós eða hvort það hafi verið þjóðfélagsaðstæður sem ollu því að hún í raun neyðist til þessa lífernis þar sem hún hafði sérstaka tilhneigingu til lærdóms. Með þetta að leiðarljósi verður mexíkóskur tíðarandi 16. aldar skoðaður með það að markmiði að kynnast umhverfi Sor Juönu og skilja hvaða möguleika hún átti og þær samfélagsskorður sem henni voru settar sem konu. Í upphafi rannsóknarinnar er sett fram stutt umfjöllun um æsku hennar og uppvöxt, hverjir foreldrar hennar voru og systkini, um uppvaxtarár hennar sem dóttur einstæðrar móður sem bjó með börnin sín fimm á heimili föður síns. Í framhaldi verður fjallað um hneigð hennar til lærdóms og hvernig hún kemur sér til höfuðborgarinnar og inná braut menntunar þrátt fyrir að vera ung kona á tímum þar sem konur fengu alla jafna ekki að stunda nám. Rannsóknin mun fylgja æviskeiði hennar með það að markmiði að skilja hvers vegna hún helgar sig klausturslífinu, en til að svo megi verða eru verk hennar og skrif notuð sem efniviður og skoðuð. Markmið þeirrar skoðunar snýr að því að leita eftir vísbendingum um hugarástand nunnunnar og viðhorf hennar gagnvart lífinu og aðstæðum í þjóðfélaginu sem snerta hana sem konu og vitsmunaveru. Í lokin er fjallað stuttlega um eitt best þekkta verk hennar „La
    respuesta“, en í þessu verki svarar Sor Juana sjálf mörgum spurningum um eigin feril, m.a. því hvers hún leitaði í lífinu og hverjar voru ástæður hennar fyrir þeirri ákvörðun að gerast nunna. Ekki er síður athyglisvert að komast að því hvers hún verður vísari á göngu sinni um menntabrautina og svör hennar við sinni eigin rannsóknarspurningu um það hvað
    tilvera hennar sjálfrar fól í sér.

Samþykkt: 
  • 14.7.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5994


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð.pdf426.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna