is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5996

Titill: 
  • Afstæður skortur, huglægt óréttlæti og líðan í kjölfar bankahrunsins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Samkvæmt kenningunum um félagslegan samanburð getur afstæður skortur haft slæm áhrif á líðan einstaklinga burt séð frá hlutlægri stöðu þeirra. Efnhagshrunið sem átti sér stað haustið 2008 hafði sérstaklega mikil áhrif hér á landi og margir lentu í fjárhagslegum erfiðleikum í kjölfarið. Í þessari rannsókn er kannað hvort það að telja sig hafa komið illa út úr kreppunni hafi áhrif á upplifun á óréttlæti, reiði og siðrofi, burt séð frá hlutlægri stöðu. Enn fremur var markmið rannsóknarinnar að skoða áhrif mismunandi samanburðarhópa. Samkvæmt kenningunni getur félagslegur samanburður átt sér stað við annan einstakling, hóp eða sjálfan sig yfir tíma. Tilgátan er sú að áhrif lífskjarabreytinga í kjölfar kreppu á líðan séu háð því, annars vegar, hvort einstaklingurinn telur sig hafa komið illa út úr kreppunni í samanburði við aðra Íslendinga og hins vegar í samanburði við væntingar sínar um lífskjör í framtíðinni,
    Tilgáturnar eru kannaðar með gögnum úr viðtalskönnun sem lögð var fyrir fullorðna Íslendinga (18 ára og eldri) á tímabilinu frá nóvember 2009 til maí 2010. Úrtakið samanstendur af 796 einstaklingum en hafa ber í huga að gagnaöflun fer enn fram og því er þetta forgreining á niðurstöðum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar styðja tilgáturnar að stærstum hluta. Þær benda til þess að upplifun á verri lífskjörum í kjölfar kreppu hafi áhrif á huglægt óréttlæti, reiði og siðrof. En þær benda jafnframt til þess að þessi áhrif séu háð bæði 1) væntingum um framtíðina og 2) samanburði við aðra Íslendinga. Þannig eru tölfræðileg áhrif þess að upplifa versnandi lífskjör í kjölfar kreppunnar á reiði, óréttlæti eða siðrof marktækt sterkari hjá þeim sem telja að lífskjör/staða eigi eftir að versna á næstu misserum. Enn fremur benda niðurstöður til þess að áhrif versnandi lífskjara á óréttlæti eða reiði séu sterkari meðal þeirra sem telja kreppuna hafa haft verri áhrif á sig fjárhagslega en aðra Íslendinga. Þessi mynstur haldast þegar stjórnað er fyrir hlutlægum þáttum á borð við menntun, tekjur og skuldastöðu.

Samþykkt: 
  • 16.7.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5996


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð27 .pdf975.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna