is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5997

Titill: 
  • Skólahald í Öngulsstaðahreppi. Barnafræðsla og kvennaskólahald í Öngulsstaðahreppi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um barnafræðslu og kvennaskólahald í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði frá árinu 1860 til ársins 1940. Markmiðið er að rannsaka fræðslu og skólahald í hreppnum á þessum árum. Hvernig var farskóla- og kvennaskólahaldi háttað í Öngulsstaðahreppi 1860-1940 og var skólahaldið mikilvægt fyrir búsetu í hreppnum? Í ritgerðinni er varpað ljósi á þróun alls skólahalds í hreppnum á þessu tímabili. Skólahaldið var í formi farskólahalds, barna- og unglingaskóla á Jódísarstöðum, kvennaskóla og húsmæðraskóla á Laugalandi. Áhersla er því lögð á almennt farskólahald og skólahald á Laugalandi og tengsl þess við mannfjöldaþróun. Reynt er að kortleggja aldursskiptingu og námsgetu skólabarna og námsmeyja, stöðu þeirra og möguleika til náms. Enn fremur er gerð grein fyrir námsfyrirkomulagi skólanna. Einnig er leitast við að komast að hvort að tengsl séu á milli fyrri skólagöngu námsmeyja og möguleika þeirra á inngöngu í skólann á Laugalandi.
    Niðurstöður leiða í ljós að mannfjöldaþróun í Öngulsstaðahreppi var ólík öðrum hreppum í Eyjafirði, sem þá voru Hrafnagilshreppur og Saurbæjarhreppur. Í Öngulsstaðahreppi varð mannfjölgun en ekki í hinum. Í hreppunum þremur voru starfræktir farskólar líkt og í flestum hreppum landsins, en í hvorugum hinna hreppanna, Saurbæjar- eða Hrafnagilshreppi, var kvennaskólahald til staðar.
    Farskólahald var í hreppnum frá fyrsta áratug 20. aldar og stofnaður var einkaskóli sem starfræktur var á Jódísarstöðum í nokkur ár. Gamli kvennaskólinn á Laugalandi var stofnaður 1877 og starfaði til 1896. Árið 1937 var stofnaður húsmæðraskóli á sama stað sem starfræktur var til ársins 1975. Framfarir í samgöngum í hreppnum bætu skólahald, kennarar og nemendur komust auðveldara milli staða þegar voru framfarir í vega- og brúargerð. Upphaf öflugra ungmennahreyfinga á sér rætur að rekja til skólapilta sem komu saman í leik og stofnuðu íþrótta -og ungmennafélög.

Samþykkt: 
  • 16.7.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5997


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
download.pdf770.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna