is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5998

Titill: 
  • Áhrif ákvæða MiFID um fjárfestavernd og gagnsæi á viðskipti yfir landamæri
Titill: 
  • The influence MiFID provisions on transparency and investor protection has on cross-border investment in securities
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðskipti yfir landamæri eru viðskipti milli aðila sem ekki eru innan eins ríkis. Viðskipti yfir landamæri eru ómissandi þáttur í alþjóðavæðingu efnahagslífsins sem er best lýst sem stöðugri aðlögun hagkerfa að sameiginlegu landamæralausu alþjóðahagkerfi. Sú hraða þróun og þær öru breytingar sem einkenna þróaða fjármálamarkaði Evrópu gerðu það að verkum að ISD sem var fyrirrennari MiFID varð fljótt úreld og ljóst að lagasetningarferlinu þurfti að breyta. Sett var á fót nefnd til að gera tillögu að breyttri nálgun lagasetningar í Evrópu. Sett var fjögurra þrepa löggjafarferli, oft kennt við Lamafalussy, og er MiFID-tilskipunin frá 21. apríl 2004 nr. 2004/39/EB um markaði fyrir fjármálagerninga afsprengi þess. Eitt af því sem MiFID felur í sér eru ákvæði um fjárfestavernd sem eru til þess fallin að auka samkeppni og stuðla að aukinni samþættingu á fjármálamarkaði EES-svæðisins. Mifid, sem er rammatilskipun sem byggir á meginreglum, kemur fram með grundvallarreglur eins og t.d. meginregluna um bestu framkvæmd, flokkun fjárfesta, kröfu um að fyrirtæki þekki viðskiptavinina. Allar eru þær til þess fallnar að auka traust á markaði og ýta undir frekari fjárfestingar þar sem þátttakendur á markaði finna fyrir vaxandi öryggi. Gagnsæi er annar veigmikill þáttur MiFID en það er grundvallarforsenda þess að fjárfestavernd haldi háum staðli þar sem það gerir fjárfestum kleift að hafa eftirlit með fjármálafyrirtækjum og standa vörð um sinn rétt. Ásamt því að viðhalda fjárfestavernd á háu stigi þá dregur gagnsæi úr rekstraráhættu og orðsporsáhættu og getur mögulega leitt til þess að kostnaður fyrirtækja dragist saman og álögð gjöld á viðskiptavini lækki sem gera þá fyrirtæki enn samkeppnishæfari. Með gagnsæi og fjárfestavernd er því verið að draga úr þeim áhættuþáttum sem eru til þess fallnir að leiða hefta frjálsa för fjármagns þar sem fjárfestar yrðu tregir til að fjárfesta ef þeir ekkert mótvægi. Þessir þættir leiða til, ef rétt er með farið, aukinnar samkeppni, stuðla að samþættari markaði og auka flæði fjármagns. Hins vegar verður að nefna að grunnurinn fyrir þessari framþróun er virkt og skilvirkt yfirvald.

Samþykkt: 
  • 19.7.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5998


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
runar_fixed[1].pdf955 kBLokaðurHeildartextiPDF