is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6009

Titill: 
  • „Það hefur ekki verið slegist um að verða trúnaðarmaður.“ Samskipti trúnaðarmanna VR og stjórnenda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um upplifun stjórnenda og trúnaðarmanna VR á samskiptum sín á milli. Með rannsókn er reynt að varpa ljósi á hvernig samskiptum trúnaðarmanna VR og stjórnenda er háttað og hvort þau taki mið af sjónarhorni margræðis eða sjónarhorni einingar. Til þess að leita svara við því var eigindlegum rannsóknaraðferðum beitt, tekin voru viðtöl við fimm trúnaðarmenn VR og fimm stjórnendur sem voru valdir með hentugleikaúrtaki.
    Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að samskipti stjórnenda og trúnaðarmanna, og í raun samskipti starfsmanna við báða þessa aðila, fari að mestu eftir nálgun einingarhyggju. Það sést þegar litið er til þess að niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að báðir aðilar telja ágreining á vinnustaðnum sjaldgæfan og þegar hann kemur upp leitast báðir aðilar eftir fremsta megni við að leysa úr honum án atbeina stéttarfélagsins. Þá gefur rannsóknin einnig vísbendingar um að hlutverk trúnaðarmanna hafi tekið breytingum og að trúnaðarmönnum og stjórnendum finnist hlutverk trúnaðarmanna á vinnustöðum ekki mjög stórt. Þá upplifa báðir aðilar að eitt helsta hlutverk trúnaðarmanna sé að vera tengiliður milli starfsmanna og stjórnenda. Rannsókn þessi leiddi einnig í ljós að stjórnendur leita í einhverjum mæli eftir aðstoð og ráðgjöf til VR í stað þess að leita til SA sem þeir eru aðilar að. Rannsókn þessi vekur því upp nokkur álitamál sem vert er fyrir aðila vinnumarkaðarins að skoða nánar. Þessi álitamál snúa t.d. að því hvort endurskoða þurfi hlutverk trúnaðarmanna á vinnustöðum og hvort hlutverk VR hafi tekið enn meiri breytingum og VR sé orðið ráðgefandi bæði fyrir félagsmenn og stjórnendur.

Samþykkt: 
  • 5.8.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6009


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
asta_thorsteins_msritgerd_utg1.pdf905.57 kBLokaðurHeildartextiPDF