is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6024

Titill: 
 • Ákvörðun refsinga, sérstaklega með hliðsjón af sifjatengslum geranda og brotaþola
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í vissum tilfellum getur verknaður gagnvart nátengdum horft til refsiþyngingar fremur en refsilækkunar. Almennum hegningarlögum frá 12. febrúar 1940, nr. 19., var breytt 3. apríl 2006, þar sem sett var inn ákvæði vegna heimilisofbeldis til refsihækkana, en þar segir:
  Hafi verknaður beinst að karli, konu eða barni sem eru nákomin geranda, og tengsl þeirra þykja hafa aukið á grófleika verknaðarins, skal að jafnaði taka það til greina til þyngingar
  refsingunni.
  Mikil gagnrýni hefur verið á dómstóla landsins í þá veru að þeir horfi í gegnum fingur sér í málum sem viðkoma heimilisofbeldi. Með fjölgun fjölmiðla á Íslandi og tilkomu netsins hefur það gerst að almenningur fylgist betur með dómsmálum og umræðan um dómsmál og refsingar er mun meiri og almennari en áður var.
  Þrýstihópar og almenningur hafa efnt til mótmæla þegar þeim hefur sýnst að dómarar hafi strokið afbrotamönnum blítt um kinn í stað þess að dæma þá til þyngri refsingar. Hingað til hefur hugtakið ofbeldi verið notað um alls konar tilvik ofbeldis, hvort sem um er að ræða átök milli ókunnugra í miðbænum, götuofbeldi eða heimilisofbeldi sem er allt annars eðlis og oft um ítrekaðar misþyrmingar að ræða sem jafnvel ná yfir langt tímabil eða æviskeið.
  Morð og alvarlegar líkamsárásir eru mjög oft framin af einhverjum nákomnum brotaþola.
  Í þessari ritgerð ætlar höfundur að varpa ljósi á ákvörðun refsinga og þá sérstaklega með hliðsjón af sifjatengslum geranda og brotaþola og hvort dómarar beiti refsilækkunum/-hækkunum vegna sifjatengsla gerenda við fórnarlömb sín eða hvort dómarar horfa fram hjá slíkum tengslum.
  Í ritgerðinni verður fjallað um manndráp og alvarlegar líkamsárásir

Samþykkt: 
 • 12.8.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6024


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Master Sig Jónas lokað í skemmu.pdf338.46 kBOpinnPDFSkoða/Opna
Master Sigurður Jónas Gíslason.pdf994.13 kBLokaðurPDF