is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6029

Titill: 
  • Umferðarréttur almennings. Athugun á heimildum, takmörkunum og sjónarmiðum sem þar liggja til grundvallar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar hugað er að umferðarrétti almennings í náttúru landsins, vegast á hagsmunir landeigenda um fullkomin yfirráð yfir landareignum sínum og hagsmunir ferðamanna að fara frjálsir og hindrunarlaust um landið. Markmið þessarar athugunar er að varpa ljósi á réttindi manna til að ferðast um Ísland og þær takmarkanir sem á réttindunum hvíla. Þá verður jafnframt gerð grein fyrir þeim sjónarmiðum sem þar liggja til grundvallar. Í fyrsta kafla verður greint frá réttarstöðu landeigenda og þeim almennu heimildum er eignarréttindum þeirra fylgja. Litið verður til Bandaríkjanna og gerð stutt úttekt á hvernig eignarrétturinn þar í landi rímar saman við aðgang almennings að náttúrunni. Sú úttekt er ekki ítarleg greining á inntaki eignarréttarins þar í landi heldur er fremur ætlað að skapa ákveðna yfirsýn yfir eignarréttinn í heild sinni og er því umfjöllunin þeim fyrirvara háð. Í öðrum kafla verður greint frá því hvað almannaréttur felur í sér, en hann er jafnan talin takmarka eignarréttinn. Greint verður frá líkum heimildum Noregs og Svíþjóðar en þar er umferðarrétturinn ýmist lögfestur eða tryggður í stjórnarskrá. Í 3 kafla verður fjallað um heimildir manna til að fara um eignarlönd og þjóðlendur og ennfremur hvernig þær takmarkast eftir því hvort menn fari um ræktað eða óræktað land. Í 4. kafla verður athugað sérstaklega hvaða réttindi menn hafa til að fara um í vegakerfi landsins. Skoðað verður sérstaklega hvort umferðarréttur manna stýrist eftir því hvort þeir haldi sig innan eða utan ákveðinna marka, t.d. almennra stíga, þjóðvega og einkavega. Þá verður einnig gerð grein fyrir sérstökum tillitsskyldum ferðamanna við landeigendur og aðra rétthafa lands. Skýrt verður frá helstu heimildum laga nr. 44/1999 um náttúruvernd er lúta að umferðarréttinum en auk þess verður fjallað um ýmis sérlög er hafa bein áhrif á hann. Þessi athugun verður afmörkuð við för fótgangandi manna eða annarar sambærilegrar farar á þurru landi og því verður undanskilin för almennings um vötn, höf og ár. Undantekning verður gerð í 4. kafla um vegalög, þar sem jafnframt verður fjallað um heimildir manna til að fara um vegi á vélknúnum ökutækjum. Ástæðan er sú að menn þurfa gjarnan að fara akandi að þeim stöðum, þaðan sem þeir ætla að ganga. Samanburður verður gerður ýmist við norska eða sænska löggjöf, þegar þykir eiga við. Lögð verður áhersla á að skoða hvernig meginmarkmið laga nr. 44/1999 um náttúruvernd, að auka skuli umferðarrétt almennings, nái fram að ganga. Tekið verður tillit til þeirra heimilda og takmarkana sem fyrirfinnast innan lagaumhverfis umferðarréttarins. Að lokum verða dregnar saman niðurstöður þessarar athugunar og gerðar eru tillögur til úrbóta þar sem þörf þykir á.

Samþykkt: 
  • 16.8.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6029


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Umferdarrettur_almannarettar.pdf881.06 kBLokaðurHeildartextiPDF