Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6035
Umfjöllunarefnið er aðild að einkamáli, einkum og sér í lagi þær heimildir sem til staðar eru í gildandi réttarfarslöggjöf til málshöfðunar á hendur óþekktum eða óákveðnum aðila. Farið er yfir umfang, markmið, noktun og skýringar heimilda í íslenskri réttarfarslöggjöf til málshöfðunar á hendur óþekktum aðila. Heimildirnar er skýrðar, bæði út frá stöðu í löggjöfinni sem og dómaframkvæmd. Þeirri spurningu er síðan einnig velt upp hvort þörf sé á víðtækari heimildum til málshöfðunar á hendur óþekktum eða ótilgreindum aðila en nú eru í gildi.
Heimildir til málshöfðunar á hendur óþekktum aðila hafa unnið sér sess í réttarframkvæmdinni, enda verið gripið til þeirra um áratugaskeið. Sýnt er fram á í ritgerðinni að kröfur dómstóla til þess að gengið sé úr skugga um það að stefndi sé óþekktur eru nokkuð stífar. Þrátt fyrir þetta verður að telja líklegt að flest dómsmál sem stefnt er á grundvelli heimildar til birtingar stefnu fyrir óþekktum aðila, einkum c. liðar 1. mgr. 89. gr. eml. og 120. gr. eml. (ógildingardómsmál), endi á fyrsta dómstigi, jafnvel sem útivistarmál. Mál þau sem koma til skoðunar í Hæstarétti á grundvelli 122. gr. eml. (eignardómsmál) eru mun fleiri. Algengast er þó að skilyrði málshöfðunar í 18. kafla eml., séu ekki til staðar í þeim tilvikum, heldur sé stefnandi að nýta sér réttarfarúrræðið til að auðvelda sér málssókn.
Framtíðarþörf réttarfarsúrræða til málshöfðunar á hendur óþekktum aðila mun ráðast af því hvernig efnisreglur á einstökum réttarsviðum verður hagað í framtíðinni. Að óbreyttum efnisrétti mun þörfin fyrir málshöfðun með þessum hætti áfram verða til staðar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_ritgerd_Oddurthorirthorarinsson.pdf | 143.57 kB | Lokaður | Heildartexti |