is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19976

Titill: 
  • Valdefling heyrnarlausra
Útgáfa: 
  • Október 2014
Útdráttur: 
  • Hugtakið valdefling hefur orðið áberandi innan þróunarfræðinnar síðastliðin ár
    þar sem áhersla er á þátttöku heimamanna í þróunarverkefnum. Markmið
    þessarar rannsóknar er að kanna áhrif valdeflingar fyrir heyrnarlausa einstaklinga
    sem byggir á vettvangsrannsókn í Namibíu sem fór fram í september til október
    árið 2012 í gegnum Samskiptamiðstöð heyrnarlausa (CCDs) í Windhoek.
    Áherslan var að hluta til á þróunarverkefni Þróunarsamvinnustofnununnar
    Íslands (ÞSSÍ),frá árunum 2006-2010 í Namibíu. Rannsóknin fór fram með
    þátttökuathugun og eigindlegri aðferð sem byggði á viðtölum, samtölum og
    samskiptum við hóp þátttakenda. Niðurstöðurnar benda til að þrátt fyrir miklar
    framfarir á sviði heyrnarlausra í Namibíu eru heyrnarlausir enn útilokaðir frá
    menntun að miklu leyti. Menntakerfið er ekki í stakk búið til að koma til móts
    við þarfir heyrnarlausra og skortur á túlkaþjónustu er enn mikil hindrun.
    Niðurstöður benda til þess að þrátt fyrir að einstaklingar innan sviðs er varða
    heyrnarlausa leggi sitt af mörkum er enn skortur á skilningi og vilja innan
    stjórnkerfisins til að veita undanþágur innan menntakerfisins og leggja til
    kostnað í túlkaþjónustu. En niðurstöður gefa einnig til kynna að valdefling sé
    mikilvægt hugtak fyrir þróunarverkefni er varða heyrnarlaust fólk í
    þróunarlöndunum og geti leitt til valdeflingar heyrnarlausra einstaklinga til langs
    tíma.

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XV: Rannsóknir í félagsvísindum. Félags- og mannvísindadeild
ISBN: 
  • 978-9935-424-18-1
Samþykkt: 
  • 30.10.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19976


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Valdefling heyrnarlausra_Félags- og mannvísindadeild.pdf571.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna