is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26363

Titill: 
  • Klámnotkun íslenskra framhaldsskólanema
Útgáfa: 
  • Október 2016
Útdráttur: 
  • Aðalmarkmið þeirrar rannsóknar, sem hér er kynnt, er að endurtaka rannsókn sem gerð var árið 2006 á klámnotkun og kynlífshegðun íslenskra framhaldsskólanemenda; sérstaklega með tilliti til þeirra tæknibreytinga sem orðið hafa síðasta áratuginn sem aukið hafa aðgang að klámi og auðveldað dreifingu á kynferðislegu efni. Á vormánuðum 2016 var því lögð fyrir rafræn könnun meðal nemenda, sem náð höfðu 18 ára aldri, í 28 skólum á framhaldsskólastigi á öllu landinu, og tóku á annað þúsund nemendur þátt í henni. Niðurstöður sýndu að 92% svarenda töldu sig hafa séð klám, og að 17% þátttakenda skoðuðu klám af fúsum og frjálsum vilja næstum því á hverjum degi, og jafnvel oft á dag. Klám, sem að mestu leyti er skoðað á vefsíðum, er aðallega notað til sjálfsfróunar í einrúmi heima hjá sér, enda sögðu þátttakendur að klámið hefði fyrst og fremst kynferðislega örvandi áhrif á sig. Helst vildu þátttakendur sjá kynmök karls og konu, og munnmök. Rúmlega átta af hverjum tíu svarendum fannst klám gefa ranga mynd af kynlífi, en um þriðjungur hafði samt reynt eitthvað sem hann hafði séð í klámi og fundist það spennandi.

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XVII
ISSN: 
  • 1670-8725
ISBN: 
  • 978-9935-424-21-1
Samþykkt: 
  • 7.11.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26363


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FELMAN_GuðbjörgHildurKolbeins.pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna