is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6045

Titill: 
  • Eignastýring á Íslandi : hvað geta Íslensk verðbréf gert til að auka samkeppnishæfni sína?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Eignastýring felur í sér stjórnun verðbréfasafns með það að markmiði að ná sem bestri ávöxtun eftir fjárfestingarstefnu sem er fyrirfram ákveðin af fjárfesti að fenginni ráðgjöf hjá starfsmanni verðbréfafyrirtækis. Mismunandi leiðir eru til við stýringu eignasafns, bæði virkar og hlutlausar. Það þarf að gera sér grein fyrir hvort markaðurinn sé skilvirkur og þá hversu mikið til að hægt sé að mynda sér skoðun á því hvort eigi að stýra safninu virkt eða hlutlaust.
    Í þessari ritgerð var reynt að finna leiðir fyrir fyrirtækið Íslensk verðbréf til að auka samkeppnishæfni sína á sviði eignastýringar fyrir einstaklinga auk þess að skoða framboð á verðbréfasjóðum. Til að slíkt væri mögulegt var ákveðið að skoða starfsemi samkeppnisaðila fyrirtækisins og reynt að greina markaðinn í von um að finna tillögur sem ÍV gæti nýtt sér. Rannsóknin leiddi í ljós að fyrirtækið Íslensk verðbréf stendur nokkuð vel að vígi með sitt framboð en þó er alltaf hægt að gera einhverjar umbætur. Íslensk verðbréf er einn ódýrasti kosturinn á markaðnum og framboð þeirra er með ágætum. Þó væri hægt að auka það að einhverju leyti og kannski einna helst með því að gera það enn meira aðlaðandi fyrir fjárfesta með mikla peninga milli handanna. Slíkt gæti til dæmis falist í því að bjóða þeim sem fjárfesta fyrir mikinn pening upp á leið sem felur í sér meiri fríðindi en almennt er innan eignastýringar.Það ætti í raun að teljast eðlilegt að fjárfestir sem leggur tuttugu milljónir í eignastýringu fái meiri fríðindi og betri kjör heldur en sá sem einungis fjárfestir fyrir eina og hálfa milljón.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað nema með leyfi höfundar
Samþykkt: 
  • 20.8.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6045


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-aðall.pdf3.2 MBLokaður"Eignastýring á Íslandi -Hvað geta ÍV gert til að auka samkeppnishæfni sína?-" -heildPDF