is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6046

Titill: 
  • Áhrif rannsóknar- og þróunarstarfs á framleiðni. Þríþáttagreining á íslenskum atvinnugreinum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að meta þríþáttaframleiðni einstakra atvinnugreina á Íslandi á árunum 1985-2007. Þær atvinnugreinar sem rannsóknin tekur til eru: landbúnaður, sjávarútvegur, iðnaður, veitur og banka- og fjármálaþjónusta. Heildarþáttaframleiðni er fundin með aðferð hagvaxtarbókhalds en sú aðferð á rætur sínar að rekja til Robert Solow (1957). Aðferð Solow skiptir hagvexti niður í þrjá þætti, fjármagn, vinnuafl og heildarþáttaframleiðni. Heildarþáttaframleiðnin er afgangsliður í útreikningum hagvaxtarbókhalds og lýsir þeim breytingum sem ekki er hægt að rekja til fjármagns eða vinnuafls. Við þessa hefðbundnu framleiðniútreikninga er hér bætt við þriðja framleiðsluþættinum, þ.e.a.s. litið er á rannsóknar- og þróunarstarf sem sjálfstæðan framleiðsluþátt og er notast við aðferð sem Robert Barro (1998) leggur til. Rannsóknar- og þróunarstarf skýrir um 2-5% af framleiðsluaukningu atvinnugreina, annarra en iðnaðar en þar er hlutfallið 20%. Rannsóknar- og þróunarstarf útskýrir á bilinu 1,6-16% af heildarþáttaframleiðni atvinnugreinanna, þríþáttaframleiðnigreining með rannsóknar- og þróunarstarf sem aðfang minnkar því hinn óútskýrða þátt framleiðsluaukningar um áðurnefnt hlutfall. Rannsóknar- og þróunarstarf skilar minnstu til framleiðsluaukningar í sjávarútvegi og útskýrir minnst af heildarþáttaframleiðni þeirrar atvinnugreinar. Niðurstöður rannsóknarinnar veita upplýsingar um þátt rannsóknar- og þróunarstarfs í framleiðsluaukningu atvinnugreina. Með því að skoða þátt rannsóknar og þróunarstarfs er hægt að fá betri hugmynd um það hvað liggur til grundvallar framleiðniaukningu á Íslandi, með þríþáttagreiningu er hægt að minnka hinn óútskýrða þátt framleiðsluaukningarinnar, en þó er stór hluti framleiðsluaukningar enn eftir óskýrður.

Samþykkt: 
  • 20.8.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6046


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arnar Ingi Jonsson_MS.pdf3.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna