is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6047

Titill: 
  • Að trúa á mátt sinn og megin: Próffræðilegir eiginleikar kvarða sem metur trú á eigin getu fyrir sex áhugasvið kenningar Hollands
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hugtak Bandura um trú á eigin getu (self-efficacy) er talið hafa mikla þýðingu fyrir rannsóknir og ráðgjöf á sviði náms- og starfsráðgjafar. Fjölmargar rannsóknir hafa leitt í ljós að trú einstaklinga á eigin getu hefur ekki síður áhrif á náms- og starfsval þeirra en áhugi. Einnig að með íhlutun sé hægt auka trú einstaklinga sem hafa litla trú á getu sinni sem getur auðveldað þeim að velja nám og störf við hæfi. Hér á landi hefur verið skortur á matstækjum fyrir náms- og starfsráðgjafa til að aðstoða ráðþega við náms- og starfsval og þá sérstaklega á mælitækjum sem meta hugmyndir einstaklinga um sjálfa sig. Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að skoða gögn frá Kristjönu Stellu Blöndal og Ingibjörgu Kaldalóns sem þróuðu kvarða sem metur trú á eigin getu út frá áhugasviðum Hollands til að kanna möguleika á því að taka kvarða þeirra í notkun hérlendis. Í meginatriðum sýna niðurstöðurnar að formgerð Hollands eigi vel við mælingar á trú á eigin getu hér á landi fyrir sex áhugasvið Hollands. Þær gefa tilefni til að ætla að hægt sé að þróa mælitæki sem fellur vel að formgerðarkenningu Hollands. Hins vegar þarf að þróa fleiri atriði til að bæta próffræðilega eiginleika kvarðanna sem hér voru prófaðir og vinna að áframhaldandi rannsóknum á réttmæti slíks mælitækis hér á landi.

Samþykkt: 
  • 20.8.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6047


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tru_a_eigin_getu_lokautgafa_mai_2005.pdf1.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna