Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/605
Í þessu verki er leitast við að finna svör við því hvort tónlist og tónlistarnám sé mikilvægt og
þá aðallega í tengslum við nám barna. Þar að auki vakti það forvitni okkar hvort einhver
munur væri á viðhorfum nemenda sem voru í tónlistarnámi og nemenda sem ekki voru í
tónlistarnámi til náms.
Í fyrri hluta verksins er ætlunin að varpa ljósi á hvernig tónlist getur haft áhrif á nám
og er fjallað um ofurnám og Mozart-áhrifin. Auk þess er umfjöllun um ólíkt tónlistarnám
eins og Suzukiaðferðina og áhrif tónlistanáms á námsgetu. Fjallað er um fjölgreindakenningu
Gardners en samkvæmt henni má flétta og samþætta tónlist við aðrar námsgreinar. Það er
mikilvægt að börn, bæði í leik- og grunnskóla, fái tækifæri til að kynnast og iðka tónlist. Í
síðari hluta verkefnisins er fjallað um könnun sem gerð var á viðhorfi nemenda til náms.
Gerður var samanburður á nemendum sem stunduðu tónlistarnám og nemendum sem ekki
voru í tónlistarnámi. Niðurstöðurnar sýna að nemendur sem stunduðu tónlistarnám höfðu
öðruvísi viðhorf til námsins.
Tónlist leikur stórt hlutverk í daglegu lífi mannsins og það er margt sem börn fara á
mis við ef að tónlistarþátturinn í námi þeirra er vanræktur. Það eru margar leiðir færar til að
auka tónlistarkennslu barna í leik- og grunnskólum. Til eru fjölbreyttar leiðir sem vekja
áhuga barna og ætti því að vera mögulegt að ná til sem flestra. Helsti vandinn í dag er að það
vantar menntaða tónmenntakennara auk þess sem almennt kunnáttuleysi bæði leik- og
grunnskólakennara hefur hamlandi áhrif á það að tónlist sé notuð í daglegu starfi barna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Efnisyfirlit.pdf | 20.31 kB | Opinn | Tónlist í hávegum höfð - efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
Heimildaskrá.pdf | 44.96 kB | Opinn | Tónlist í hávegum höfð - heimildaskrá | Skoða/Opna | |
Útdráttur.pdf | 15.3 kB | Opinn | Tónlist í hávegum höfð - útdráttur | Skoða/Opna | |
Tónlist í hávegum höfð.pdf | 280.09 kB | Takmarkaður | Tónlist í hávegum höfð - heild |