is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6052

Titill: 
 • Úthlutun verðmæta úr hluta- og einkahlutafélögum : heimil og óheimil
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um úthlutun verðmæta úr félögum, bæði hlutafélögum og einkahlutafélögum. Skoðaðar eru heimilar jafnt sem óheimilar úthlutanir og horft til lagareglna er varða þetta efni. Jafnframt er litið til dóma- og úrskurðaframkvæmdar. Skoðað er með hvaða hætti úthlutun fjármuna getur farið fram í félagi og reglur um úthlutun arðs eru reyfaðar. Farið er yfir skattalega meðferð úthlutana, annars vegar þeirra sem eru í samræmi við reglur félagaréttar og hins vegar þær sem fara í andstöðu við þær.
  Heimilar, óendurkræfar úthlutanir úr félagi eru að jafnaði á þrennan hátt: með úthlutun arðs, með endurgreiðslu vegna lækkunar á hlutafjár eða varsjóðs og úthlutun við félagsslit. Þá eru gjafir til hluthafa heimilar innan þröngra marka. Lánum til hluthafa eru settar verulegar skorður. Aðeins eru heimil venjuleg viðskiptalán, það er lán sem eru eðlilegur þáttur í reglulegri starfsemi félags.
  Óheimilar úthlutanir kallast þær úthlutanir sem eru óheimilar samkvæmt lögum um hluta- og einkahlutafélög. Geta óheimilar úthlutanir verið með misjöfnum hætti. Helst ber að nefna óheimilar arðgreiðslur, úttekt með lækkun hlutafjár án þess skilyrði séu uppfyllt, óheimilar lánveitingar og þegar félag greiðir einkaútgjöld eiganda.
  Ekki er alveg ljóst hvernig ber að túlka hlutafélagalögin varðandi hver hefur ákvörðunarvald við úthlutun arðs. Þá er einnig óljóst hvernig fara skuli með, í skattalegu tilliti, endurgreiðslu óheimilla úthlutana, þar sem ákvæði hlutafélagalaga og skattalaga eru ekki samstiga. Eins er hugtakið venjulegt viðskiptalán nokkuð óljóst. Hvergi í lögunum er að finna beina skilgreiningu á hugtakinu og ekki er auðvelt að átta sig á hvað teljist til venjulegra viðskiptalána

Samþykkt: 
 • 24.8.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6052


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SKILAEINTAK 19 apríl 2010 Ásdís Petra Oddsdóttir.pdf659.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna