Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6053
Í kjölfar bankahruns hér á landi árið 2008 hefur markaðsmisnotkun verið mikið til umfjöllunar. Almenningur hefur óljósar hugmyndir
um hvað teljist til markaðsmisnotkunar og almennt séð er ekki mikið fjallað um hugtakið í mörgum fræðibókum Markmið ritgerðarinnar er að fjalla um þær reglur sem gilda um markaðsmisnotkun hér á landi.
Ritgerðinni er í senn ætlað að vera ákveðið yfirlitsrit yfir þekkt
tilvik markaðsmisnotkunar og veita lesandanum innsýn í þau sjónarmið sem horft er til við mat á því hvort atvik teljist til
markaðsmisnotkunar. Í lok ritgerðarinnar eru málsatvik þekktra mála úr þjóðlífinu tekin til skoðunar og lagt mat á hvort jafna megi tilvikin undir markaðsmisnotkun. Í þessari umfjöllun er
sú umfjöllun sem þegar hefur átt sér stað í fyrri köflum ritgerðarinnar nýtt til rökstuðnings.
Eftir lestur á þessari ritgerð ætti lesandinn að hafa öðlast ríkan
skilning á íslensku ákvæði markaðsmisnotkunar. Hvað felst í markaðsmisnotkun, hvaða sjónarmið skipta þar helst máli og um
leið hvernig forðast megi markaðsmisnotkun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Markadsmisnotkun_borkur_final.pdf | 677.74 kB | Lokaður | Heildartexti |