en English is Íslenska

Thesis (Master's)

Bifröst University > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/6055

Title: 
  • Title is in Icelandic Reglur landsréttar, tvísköttunarsamninga og ESB/EES-réttar um skattlagningu einstaklinga
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Aðild Íslands að EES-samningnum hefur haft mikil áhrif á íslenskt lagaumhverfi, ekki síst á íslenskar skattareglur sem snerta skattlagningu einstaklinga. Þó hefur verið lítið um samræmingu beinna skatta með tilskipunum innan ESB/EES. Einnig með auknum erlendum viðskiptum og aukinni hreyfingu vinnuafls hefur hættan á tvískattlagningu aukist til muna. Íslensk skattyfirvöld, líkt og skattyfirvöld annarra ríkja hafa því séð sig knúin til að gera tvíhliða samninga, þ.e. tvísköttunarsamninga við önnur ríki til þess að takmarka og í sumum tilvikum til að komast hjá tvísköttun tekna hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Skattgreiðendur og skattyfirvöld á Íslandi standa þannig ekki einungis frammi fyrir því að búa við íslenskar skattareglur, sem framfylgja verður, en sem svara þó ekki öllum álitaefnum sem upp koma við álagningu skatta. Þjóðin býr jafnframt við alþjóðlegar skattareglur sem endurspeglast í gildandi tvísköttunarsamningum, sem skattyfirvöldum er skylt að hafa til hliðsjónar við álagningu skatta. Nauðsynlegt er jafnframt að taka mið af áhrifum ESB/EES réttar á beitingu íslenskra skattareglna og tvísköttunarsamninga, þar sem ESB/EES rétturinn hefur áhrif á íslenskar skattareglur í gegnum regluna um bann við mismunun aðila á sviði fjórfrelsisins. Í þessari ritgerð verður leitast við að veita greinargott yfirlit yfir ofangreind réttarsvið, þ.e. EES-rétt, dóma ESB- og EFTA dómstólanna og alþjóðlegan skattarétt, þá aðallega tvísköttunarsamninga og sýna fram á samspil þessara réttarsviða og landsréttar, og þá sérstaklega er snýr að frjálsri för launafólks, í samhengi við helstu þætti skattlagningu einstaklinga. Niðurstaðan á skoðun samspils réttarsviðanna er sú að þessi réttarsvið spila ekki vel saman og miklir árekstrar hafa myndast innan ESB/EES, m.a. vegna þess að markmið réttarkerfanna eru að mörgu leyti ólík. Markmið ESB-réttar er að setja á stofn, viðhalda og þróa innri markað aðildarríkja ESB þannig að öll viðskipti geti átt sér stað milli aðildarríkja óhindrað, eins og engin landamæri væru milli ríkjanna. Að takmarka tvísköttun tekna er þannig nauðsynlegur hluti til þess að ná þessu markmiði ESB-réttar. Megin- og aðalmarkmið alþjóðlegs skattaréttar er að koma í veg fyrir eða takmarka tvískattlagningu tekna einstaklinga og lögaðila, með því að kveða á um skattlagningarrétt þeirra ríkja sem eru aðilar að viðkomandi tvísköttunarsamningi. Áherslur réttarkerfanna eru þannig ólíkar og erfitt verður að ná fullum samþýðanleika þessara réttarsviða í nálægri framtíð.

Accepted: 
  • Aug 24, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6055


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Elva Ósk Wiium MA ritgerð lokaeintak april 2010.pdf658.75 kBLocked Until...2050/06/03HeildartextiPDF