is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6062

Titill: 
 • Líf eftir bankahrun : hvernig á banki að lifa því?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um tvenns konar viðskiptamódel fyrir viðskiptabanka og hvernig þau módel passa við stefnu og starfsemi Íslandsbanka.
  Módelin sem eru skoðuð og greind eiga margt sameiginlegt sem rekstrarform en hugmyndafræðin að baki þeim er ólík og eru þau drifin áfram af ólíkum kröftum. Þessi módel kallast Sérleyfismódel og módel Handelsbanken. Sérleyfismódelið gengur út á að reka hvert bankaútibú sem sérleyfi og að eignarhaldið sé hjá sérleyfistakanum. Handelsbanken módelið gengur út á að útibúið sé í raun bankinn sjálfur en ekki ein af dreifleiðum bankans. Módelin ganga bæði út á það að nýta starfsemi útibúa betur en gert er í hefðbundnum rekstri bankaútibúa.
  Markmiðið er að greina stöðu viðskiptabanka Íslandsbanka í því erfiða umhverfi sem það starfar í og hvort að annað viðskiptamódel styðji betur við stefnuna og framtíðarsýn bankans.
  Umhverfi banka hér á landi er erfitt nú um stundir og tekur stöðugum breytingum og er því erfitt að starfrækja bankastofnun eftir hefðbundnum leiðum. Í þessari umfjöllun er reynt að líta framhjá þessu og greina hvort annað viðskiptabankamódel geti stutt við stefnu Íslandsbanka til lengri tíma litið.
  Ritgerðin mátar módelin við stefnu Íslandsbanka en tekur ekki afstöðu til hvort að kerfi eða fjármagn sé til staðar svo taka megi upp umrædd módel. Umfjöllunin svarar heldur ekki því hvernig lagalega umhverfið tekur á upptöku sérleyfismódels fjármálafyrirtækis hér á landi.
  Erfitt er að fá skýra niðurstöðu í þessari ritgerð en vísbending er um að Handelsbanken módelið styðji vel við nýmótaða stefnu Íslandsbanka.

Samþykkt: 
 • 26.8.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6062


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hildur Kristmundsdóttir meistararitgerð.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna